Category: Fréttir

Marín með framúrskarandi frammistöðu í París

Marín Aníta Hilmarsdóttir bætti nú á dögunum íslandsmetið í opnum flokki sveigboga kvenna og í U21 sveigboga kvenna með skorið 599. Setti hún það á stórmótinu Archery World Cup í París sem kláraðist svo í gær. Er þetta frábær árangur hjá Marín en hún er aðeins 17 ára gömul.

Gummi og Marín (mynd: World Archery)

Fyrsta stórmót Marínar

Marín keppti einnig á síðustu undankeppni fyrir Ólympíuleikanna og náði þar að bæta metið í U21 flokki með 540. Var það mót haldið nokkrum dögum áður en heimsbikarmótið fór fram. Náði hún því að keppa á tvemur mótum í París á einni viku. Má einnig taka fram að þetta var hennar fyrsta stórmót sem hún tekur þátt í, og var því margt að upplifa og læra. Undir því álagi er mjög góður árangur að ná sinni bestu frammistöðu hingað til og best kvenna á Íslandi frá upphafi, en metið áður var 566.
Marín komst þó ekki upp úr fyrsta útslátt en keppti hún á móti erfiðum andstæðing á heimsbikarmótinu sem var Andreoli Tatiana sem er númer 22 í heiminum.

Marín og Oliver að æfa

Oliver með nýtt U21 sveigboga met í karla flokki

Gummi (Guðmundur Örn Guðjónsson) og Oliver Ormar Ingvarsson kepptu einnig í París á báðum mótunum og náði Oliver að bæta Íslandsmetið í U21 flokki sveigboga karla með 573, en það var áður 567. Komust þeir hvorugir heldur upp úr fyrsta útslætti en baráttan var hörð.

Marín með nýtt met í U21 á fyrsta móti í Innanfélagsmótaröð Bogans

Fyrsta mótið í Innanfélagsmótaröð Bogans fór fram föstudaginn 30. apríl og fór vel á stað og náði hún Marín að bæta Íslandsmetið sitt í U21 með 535 skor. sem er 2 stiga bæting frá síðasta Íslandsmeti sem hún setti einnig. Hún á þó nóg eftir framundan til að hækka metið sitt ennþá meira og verður spennandi að sjá hversu háan þröskuld hún setur fyrir U21 sveigboga kvenna.

Hægt er að sjá niðurstöður úr mótinu hér: https://www.ianseo.net/Details.php?toId=8437

næsta mót veður 10. maí


Hvetjum alla til að kynna sér næstu mót í Innanfélagsmótaröð Bogans, verður næsta mót mánudaginn 10. maí. Getur lesið allt um mótaröðina hér:
https://boginn.is/innanfelagsmotarod-bf-bogans/

Oliver með nýtt U21 met og BF Boginn með 5 ný liðamet!

Mars var góður mánuður fyrir ungmenni okkar áður en þau þurftu svo að hætta að koma á æfingar vegna samkomutakmarkana. Þau náðu þó að taka þátt í mánaðarlegri ungmennadeild BFSÍ og komu þar flottar niðurstöður.

Oliver bætir sitt eigið met um 1 stig

Oliver Ormar Ingvarsson bætti sitt eigið met í U21 flokki í sveigboga með 556 stig. Er það hæðsta skorið hans í keppni í vetur en hann náði 550 stigum á Indoor World Series fjarmótinu. Nú þegar aðeins einn mánuður er eftir af Ungmennadeildinni verður spennandi að sjá hvort hann nái að hækka sig en meira.

4 ný liðamet í trissuboga!

Það er klárt mál að framtíðin í trissubogaflokki á Íslandi er björt. Í mars settu ungmennin úr Boganum ný Íslandsmet og 4 af 5 voru í trissuboga.

Í sveigboga voru þær Fanndís Ósk Halldórsdóttir og Fanney Sara Gunnarsdóttir sem settu nýtt met í félagsliðakeppni kvenna með 867 stigum. Það má bæta við að þær byrjuðu nú rétt eftir áramót þannig frábær árangur hjá þeim strax.

3 met voru slegin í blandaðri liðakeppni (mixed team) í trissuboga:
Í U21 flokki voru það Sara Sigurðardóttir og Nói Barkarson með 1129 stig.
Í U18 flokki voru það Freyja Dís Benediktsdóttir og Daníel Már Ægisson með 1116 stig.
Í U16 flokki voru það Bryndís Eva Harðardóttir og Salvador Di Marzio með 1024 stig.

Svo bættu þær Freyja Dís og Melissa Pampoulie nýtt félagsliðamet í trissuboga kvenna U18 flokki.

Oliver og Nói á topp Meistaradeildar Bogans!

Fyrsta tilraun Bogans að svokallaðri Meistaradeild Bogans að kárast rétt fyrir síðstu helgi. Þessi deild er eitthvað sem sérst ekki eins og við vitum um. Deildin virkar þannig að það eru 8 keppendur í deildinni sem keppa við hvorn annan tvisvar, hver og einn keppir þar með 14 leiki samtals. Leikirnir eru venjulegir sveigboga úrslita leikir, ef þú vinnur leikinn færðu 3 stig, ef það er jafntefli fá báðir keppendur 1 stig, og ef þú tapar færðu ekki stig (virkar eins og venjuleg fótbolltadeild).
Að þessu sinni því þetta var tilraun voru sveigbogar og trissubogar að keppa á móti hvor öðru. En til að jafna leikinn þá kepptu sveigbogar á 60cm skífu í stað 40cm eins og venjan er.

Eftir 112 leiki, tár og svita, þá er komin niðurstaða sem hægt er að sjá hér:

https://boginn.is/table/meistaradeild-bogans-test/

Eins og glöggir lesendur sjá þá eru tveir kappar á toppnum með jafn mörg stig. Það getur auðvitað gerst að það lendir þannig en þeir hafa aðeins tapað einu sinni á móti hverjum öðrum í deildinni. Venjulega myndi þá niðurstaðan fara eftir GD (Goal Difference) eða stiga mismuninum. Ef einn keppandi vinnur annan 6-4 þá er hann með +2 í GD og hinn sem tapaði endar með -2 í GD. En hérna voru þeir báðir einnig með sama stiga mismun sem gerist mjög sjaldan og er í raun mjög erfitt að lenda í. Hins vegar var einnig talið tíurnar sem keppendur fengu í deildinni og sker það úr vinningshafanum í þetta sinn.

Þá er hann Oliver Ormar Ingvarsson sem keppir á sveigboga efstur í þessari fyrstu tilraun með 39 stig og 123 tíur. Rétt á eftir honum kemur Nói Barkarson sem keppir í trissuboga með 39 stig einnig en 87 tíur. Þar á eftir kemur Marín Aníta Hilmarsdóttir sem keppir á sveigboga með 22 stig og 77 tíur.

Ég vill þakka öllum sem tóku þátt í þessari deild með okkur og bið ég ykkur endilega að skoða alla keppendur, hægt er að ýta á keppendur og sjá leikina sem var keppt og allar niðurstöður í gegnum þessa töflu sem ég setti inn hér fyrir ofan.

Marín setur nýtt Íslandsmet aftur! á fjarmóti Norðurlanda

Spennandi og áhugavert mót fór fram helgina 6-7 mars. Komu þar saman ungmenni frá Norðurlöndunum og kepptu sín á milli á fjarmóti. Var það haldið í Bogfimisetrinu á vegum Bogfimisambands Íslands í samstarfi við landssambönd norðurlandanna. Voru þar keppendur sem skilgreind eru í ungmennalandslið og í hæfileikamótun BFSÍ.

Marín bætir U21 metið aftur í sveigboga

Marín Aníta Hilmarsdóttir keppti í sveigboga og bætti sitt eigið met í U21 flokki sem hún sló aðeins nokkrum vikum fyrir á World Archery Indoor Series. Bætti hún metið upp í 533 stig en var það áður 527. Setti það skor Marín í 5 sæti af 12 stelpum víðsvegar um Norðurlöndin en það var hún Niki Dennius frá Svíþjóð sem lenti á toppnum í þetta sinn með 555 stig. Frábær árangur hjá Marín og hröð þróun upp á leið.
Oliver Ormar Ingvarsson sem var efstur af Íslendingunum í sveigboga karla með 541 stig lenti í 6 sæti af 12. Var þar hinn hæfileikaríki Jacob Mosén frá Svíþjóð sem lenti á toppnum með 582 stig.

Nói aðeins tveimur stigum frá Íslandsmeti

Í trissuboga flokki var það Nói Barkarson sem var efstur af Íslendingunum með 581 stig sem er aðeins 1 stigi frá núverandi Íslandsmetinu hans sem er 582 stig! Þetta setti hann í 2 sæti af 4 sem kepptu í trissuboga karla en var það Normaðurinn Sander Berner Figved sem lenti á toppnum með 585 stig.

Var það Eowyn Marie Mamalias frá bogfimifélaginu Hróa Hetti sem var efst í trissuboga kvenna á Íslandi með 554 stig en Sara Sigurðardóttir frá BF Boganum var ekki langt undan með 551 stig. Það var þó ekki nóg til að taka sigurinn af Norðmönnum en var það hún Oda Isnes sem var á toppnum með 570 stig.

Var þetta skemmtileg verkefni hjá Bogfimisamböndum Norðurlanda og vonum við að þetta verði gert aftur. Þangað til verður næsta Norðurlandamót ungmenna utandyra í sumar og verður það einnig í fjarmóta formi þannig verður spennandi að sjá bætingu okkar fólks þar.


BF Boginn með 5 Íslandsmet í Ungmennadeild BFSÍ febrúar!

Ungmennadeild BFSÍ heldur áfram og stóðu ungmenni Bogans sig príðilega þennan mánuð eins og flest alla mánuði. Vert er að taka fram að alls tóku 22 ungmenni þátt í þessum mánuði þátt frá Boganum (það voru 27 alls á landinu) og bættu alls 5 sín hæðstu skor.

Marín með nýtt Íslandsmet í U18 og Sveigboga

Marín Aníta Hilmarsdóttir ríkjandi Íslandsmeistari setti nýtt íslandsmet í U18 flokki í sveigboga með 574 stigum. Er þetta seinasta árið sem hún keppir í U18 flokki og verður spennandi að fygjast með hversu langt hún nær að hækka metið.

4 ný liðamet

Þegar mörg efnileg ungmenni keppa hjá sama félagi eigum við von á nýjum liðametum og vorum við ekki vonsvikin eftir febrúar því sett voru 4 ný liðamet:

Marín Aníta og Halla Sól Þorbjörnsdóttir settu nýtt met í liðakeppni U18 sveigboga með 1103 stig.
Sara Sigurðardóttir og Nói Barkarson settu nýtt met í blandaðri liðakeppni (mixed team) U21 trissuboga með 1114 stigum.
Fanney Sara Gunnarsdóttir og Valur Einar Georgsson settu einnig nýtt met í blandaðri liðakeppni U16 sveigboga með 832 stig.
Bryndís Eva Harðardóttir og Adam Berg Gylfason settu nýtt met í blandaðri liðakeppni U16 trissuboga með 965 stig.

Frábær árangur hjá öllum þessum ungmennum þennan mánuð og eiga þau flott hrós skilið.

Öldungar slá öll met á síðasta fjarmóti World Archery Indoor Series!

Nú er síðasta mótið í fjar-mótaröð heimssambandins lokið og eru niðurstöðurnar úr þessu síðasta móti hreint með sagt stórkostlegar.
BF Boginn var samtals með 9 ný íslandsmet og ýmsum toga en voru það aðallega öldungarnir sem stóðu upp úr að þessu sinni.

Albert á Íslandsmeistaramóti utandyra 2020

Albert og Sveinbjörg setja ný Íslandsmet í trissuboga Masters

Albert Ólafsson ríkjandi Íslandsmeistari í trissuboga karla setti nýtt met í Masters flokki með 571 stig, sem er frábær árangur. Setur það skor hann í 355 sæti af 1013 keppendum.
Settu þeir Albert, Nói Barkarson og Daníel Már Ægirsson saman nýtt liðamet í trissuboga með 1689 stig.
Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir setti einnig nýtt met í trissuboga Masters kvenna flokki með 553 stig. Sveinbjörg lenti í 188 sæti af 402 konum sem kepptu í trissuboga flokki.
Voru þau Ewa Ploszaj og Nói Barkarson sem settu nýtt met í trissuboga blandaðri liðakeppni með 1130 stig.

Marín og Birna slá ný Íslandsmet.

Marín Aníta Hilmarsdóttir setti nýtt met í U21 flokki sveigboga með 527 stigum. Marín og Oliver Ormar Ingvarsson settu ný met í blandaðri liðakeppni sveigboga, bæði í opnum flokki og U21 flokki með 1066 stig. Marín, Halla Sól Þorbjörnsdóttir og Astrid Daxböck settu nýtt met í liðakeppni í sveigboga með 1507 stig.
Birna Magnúsdóttir setti nýtt met í berboga Masters með 419 stigum.

Indoor World Series lokið

Eins og minnst var á áðan er þessari fjar-mótaröð heimsambandsins lokið. Vill ég óska öllum sem tóku þátt til hamingju með frábæran árangur og var mjög gaman að fylgjast með þessu nýja formi af móti fara af stað. Ef þið viljið kíkja á niðurstöður úr mótunum í heild sinni getið þið séð það hérna:
https://worldarchery.sport/events/results

Mæli einnig með að kíkja á finals úr þessum mótum sem voru haldin víðsvegar um evrópu í kjölfar mótaraðanna en hægt er að sjá streymi úr þeim á YouTube rás heimsambandsins hér:
https://www.youtube.com/c/WorldArcheryTV/featured




Bogfimisamband Íslands veitir verðlaun til íþróttafólks ársins

Bogfimisamband Íslands veitti í fyrsta sinn verðlaun til íþróttafólks ársins og fór verðlaunaafhending fram þann 15. janúar síðastliðinn. Voru það auðvitað þau Dagur Örn Fannarsson og Marín Aníta Hilmarsdóttir sem hlutu verðlaunin. Fjallað var um þegar íþróttafólk ársins og afrek Dags og Marínar í greininni hér.

Hér fyrir neðan eru svo myndir frá höfuðstöðvum ÍSÍ þar sem verðlaunin voru veitt og voru Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Ásdís Lilja Hafþórsdóttir framkvæmdarstjóri BFSÍ með þeim og veittu þeim verðlaunin.

Frá hægri: Ásdís, Marín, Dagur og Líney (Mynd frá ÍSÍ)
Flottu bikararnir sem voru veittir í ár (Mynd frá ÍSÍ)
Ein önnur af Degi og Marín.

BF Boginn situr nýtt met í Trissuboga kvenna á Indoor World Series Janúar

Síðustu helgi fór þriðja umferð af Indoor World Series fram og tóku keppendur þátt um allan heim. Hérna heima hélt Bogfimisambandið mótið í Bogfimisetrinu og gat fólk skotið þar en var grímuskylda milli umferða og aðeins einn á skotmarki í einu.

Nýtt liðamet í Trissuboga Kvenna

Þær Ewa Ploszaj, Sara Sigurðardóttir og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir settu nýtt liðamet með 1662 stig í trissuboga kvenna. Er það í annað skiptið í mótaröðinni sem þær slá Íslandsmetið en þær bættu það í desember með 1638 stigum.

Mynd frá Bogfimisambandinu tekin frá mótinu, Sara til vinstri og Nói Barkarsson til hægri

Sara enn á uppleið

Sara Sigurðardóttir átti frábært skor á þessu móti með 556 stig! Hún á svo sannarlega hrós skilið og miðað við hún byrjaði núna síðasta haust eigum við von á að sjá góðan árangur.

Hægt er að sjá niðurstöður í mótinu öllu hér: https://worldarchery.org/competition/22963/january-indoor-archery-world-series-online#/
Kvetjum alla til að skrá sig á síðasta mótið í þessari mótaseríu hér:
https://docs.google.com/forms/d/1MDzPQ4XcXN7QSVyreIsuWOYHm-clA-uAVHhWGPCJSYA/viewform?edit_requested=true