Marín með framúrskarandi frammistöðu í París

Marín Aníta Hilmarsdóttir bætti nú á dögunum íslandsmetið í opnum flokki sveigboga kvenna og í U21 sveigboga kvenna með skorið 599. Setti hún það á stórmótinu Archery World Cup í París sem kláraðist svo í gær. Er þetta frábær árangur hjá Marín en hún er aðeins 17 ára gömul.

Gummi og Marín (mynd: World Archery)

Fyrsta stórmót Marínar

Marín keppti einnig á síðustu undankeppni fyrir Ólympíuleikanna og náði þar að bæta metið í U21 flokki með 540. Var það mót haldið nokkrum dögum áður en heimsbikarmótið fór fram. Náði hún því að keppa á tvemur mótum í París á einni viku. Má einnig taka fram að þetta var hennar fyrsta stórmót sem hún tekur þátt í, og var því margt að upplifa og læra. Undir því álagi er mjög góður árangur að ná sinni bestu frammistöðu hingað til og best kvenna á Íslandi frá upphafi, en metið áður var 566.
Marín komst þó ekki upp úr fyrsta útslátt en keppti hún á móti erfiðum andstæðing á heimsbikarmótinu sem var Andreoli Tatiana sem er númer 22 í heiminum.

Marín og Oliver að æfa

Oliver með nýtt U21 sveigboga met í karla flokki

Gummi (Guðmundur Örn Guðjónsson) og Oliver Ormar Ingvarsson kepptu einnig í París á báðum mótunum og náði Oliver að bæta Íslandsmetið í U21 flokki sveigboga karla með 573, en það var áður 567. Komust þeir hvorugir heldur upp úr fyrsta útslætti en baráttan var hörð.