Category: Fréttir

Endurmenntun þjálfara BF Bogans

Tim Swane þjálfarakennari heimssambandsins hélt námskeið 13-18 ágúst fyrir þjálfara BF Bogans. Tim tók þátt í öllum þátttum starfi félagsins og gaf ráð og tillögur að breytingum og uppfærslum, ásamt því að taka alla þjálfara félagsins í “lærlings kennslu” 1on1.

Tim tók þátt í: sumarnámskeiðum, ungmenna æfingum og fullorðins æfingum félagsins á tímabilinu. Þar sem hann gaf þjálfurum félagsins endurgjöf á hvernig þeir sinntu þjálfun á námskeiðum/æfingum, hann kom inn á skipulag og rekstur æfinga, ásamt innihaldi æfinga og breytingum sem væri hægt að gera til að þróa æfingar/námskeið lengra í framtíðinni fyrir iðkendur. Síðustu tveir dagar námskeiðsins fóru í að vinna 1on1 með þjálfurum félagsins með íþróttafólki sem þeir eru að þjálfa í “lærlings” formi. Í öllum tilfellum var þjálfarakennari WA ekki að þjálfa íþróttafólk sjálfur, heldur að þjálfa þjálfara félagsins sem lærlinga í því að sinna íþróttafólki félagsins og starfinu betur.

Endurgjöf þjálfara og íþróttafólks félagsins var mjög jákvæð og þeim fannst mikið gagn af námskeiðinu og reynslunni. Það var einnig greinilegt á æfingum eftir heimsóknina að sjálfstraust þjálfarana hafði hækkað mikið.

Aldur þjálfara félagsins er ungur og flestir þjálfarar Bogans sem sátu námskeiðið voru á aldrinum 18-23 ára og að meiri hluta konur.

Markmiðið námskeiðsins var að styrkja allt starf félagsins og sérstaklega praktíska reynslu þjálfara félagsins. Þeir sem munu njóta góðs af þessu eru allir iðkendur félagsins. (En mest yngri stúlkur og þeir sem falla undir hinsegin fánann. En það er ekki sérstaklega markmið verkefnisins að miða á þá hópa í þessu verkefni, meira bara heppileg aukaverkun af því að félagið miðar almennt mikið á jaðarhópa og er með óvenjulega hátt hlutfall kvk og hinsegin á æfingum og sem þjálfara.)

Þjálfaranámskeið í bogfimi almennt eru sett upp mest sem kennsla, sem tekur lítið á praktískri þjálfun eins og maður myndi gera í raunverulegu starfi sem þjálfari. Því eru margir þjálfarar sem hafa lokið námskeiðum sem hafa grunn þekkinguna á flestu, en skortir reynslu og sjálfstraust til að beita þeirri þekkingu í verki á æfingum og beita henni rétt.

Þetta „lærlings“ þjálfaranámskeið er því viðbót við þjálfaranámskeið heimssambandsins World Archery (WA). Verkefninu var stillt upp fyrir rúmu ári síðan af íþróttastjóra BFSÍ (WACL3) og Tim Swane sem er þjálfarakennari World Archery (WACL2/WACTL2), eftir að ráðfært sig við þróunarstjóra heimssambandsins.

Námskeiðið var sett upp eins og lærlings prógram sem viðbót fyrir þá sem höfðu lokið WA L1 og WA L2 alþjóðlegum þjálfararéttindum.  Þjálfarakennari WA er að þjálfa þjálfarana á meðan þeir eru að vinna við þjálfun íþróttafólks. Það mun byggir upp praktíska starfsreynslu nýrra þjálfara til þess að þeir verði afkastameiri í sínum störfum, byggir upp sjálfstraust þeirra á sinni þekkingu og beiti sér og þekkingu sinni rétt. Á sama tíma og það gefur tækifæri til þess að fylla í göt í þekkingu þeirra sem gætu verið til staðar.

Þetta var fyrsta námskeið sinnar tegundar á Íslandi (og í heiminum eftir því sem best er vitað). Miðað við endurgjöf og reynslu sem myndaðist á þessu námskeiði þá talað Tim um að það sé líklegt að partur af hugmyndafræði þessara “lærlings” námskeiða verði bætt við alþjóðlegu þjálfaranámskeið WA í framtíðinni eða sem sér viðbótarnámskeið eins og það sem haldið var núna. Mögulegt er að BFSÍ bjóði upp á sambærileg námskeið fyrir önnur félög á Íslandi, en mögulega í öðru formi út frá reynslu sem myndaðist á þessu námskeiði og sem gætu hentað minni félögum betur. En reynslan sem safnaðist á námskeiðinu var ómetanleg, bæði þegar horft er til starfsemi BF Bogans og mögulegrar uppbyggingar íþróttarinnar almennt á Íslandi.

Íslandsmót Ungmenna utandyra 2022 lokið

Íslandsmót ungmenna utandyra 2022 fór fram í Hafnafirði núna á laugardag og kepptu þar okkar fremstu ungmenni í hinum ýmsu aldursflokkum og bogaflokkum. Það var kalt í veðri og smá vindur en það lét ekki stoppa keppendur frá því að eiga gott mót og margir að stíga sín fyrstu skref.

BF Boginn var með alls 12 keppendur og unnu keppendur Bogans gull í öllum þeim flokkum sem þau kepptu í!

Nýr kynlaus flokkur

Það sem var helst nýtt á þessu móti var kynlausi (unisex) flokkurinn þar sem sameinað var karla og kvennaflokka til að fleiri keppendur gátu tekið þátt í sjónvörpuðum útsláttum. Heppnaðist það heldur betur vel og fengum við skemmtilega leiki sem hægt er að horfa á, á Youtube rás Bogfimisambandsins.

Helstu úrslit Bogans

Hér koma helstu úrslit sem keppendur BF Bogans náðu um helgina:

U21 sveigbogi kvenna flokkur: Marín Aníta Hilmarsdóttir með gullið eftir 6-0 sigur á Valgerði E. Hjaltested
U18 trissubogi karla flokkur: Ragnar Smári Jónasson tók gullið eftir sigur gegn Ísari Loga Þorsteinssyni.
U16 trissubogi karla flokkur: Magnús Darri Markússon með gull eftir sigur gegn Sævari Sindra Jóhannessyni frá BF Hróa Hött.
U16 trissubogi kvenna flokkur: Aríanna Rakel Almarsdóttir tók gullið eftir sigur á Þórdísi Unni Bjarkadóttur

Í kynlausu flokkunum voru það Melissa Pampoulie sem sigraði í sveigboga U18 flokki, Aríanna Rakel vann Þórdísi í annað skipti þann daginn í þeim flokki, Freyja Dís Benediktsdóttir sigraði í trissuboga U18 flokki og var það Heba Róbertsdóttir sem sigraði í berboga U18 flokki.

BF Boginn var eina félagið sem var með lið á þessu móti og voru það því 6 gull medalíur sem liðin okkar tóku heim.

Æfingar fyrir fullorðna hefjast í næstu viku!

Bogfimifélagið Boginn mun nú bjóða upp á æfingar fyrir fullorðna eða 18 ára og eldri. Boginn hefur mikið verið að þróa ungmennastarf sitt og tökum við nú þá þekkingu til að þjálfa og hefja æfingar fyrir fullorðna.

Æfingarnar eru tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum frá 19:00 til 20:30. Valgerður Einars. Hjaltested sem hefur verið að þjálfa hjá Boganum síðastliðið ár verður að sjá um að þjálfa þennan hóp.

Skráningar fara fram á sportabler hér:
https://www.sportabler.com/shop/bfboginn

Getið séð helstu upplýsingar um æfingarnar einnig hér:
https://boginn.is/aefingar-fyrir-fullordna/

Breytingar á æfingarskipulagi BF Bogans

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á æfingaskipulagi Bogans hjá börnum og unglingum. Hægt er að sjá nýja æfingartöflu og nýja flokka hér á boginn.is/aefingar

Nýr 16-20 ára flokkur

Við viljum leggja áherslu á að krakkar á framhaldsskóla aldri geti stundað bogfimi eins og þeim hentar og höfum því gert nýjan flokk sem er fyrir byrjendur í bogfimi á aldrinum 16-20 ára. Sá flokkur æfir á mánudögum og miðvikudögum frá 19:00 til 20:30.
Einnig skiptist byrjendahópurinn okkar upp í krakka æfingar (8-12 ára) og svo U16 æfingar (13-15 ára) vegna mikillar eftirspurnar á síðustu önn viljum við skipta hópnum upp svo hægt verði að gefa betri þjálfun og að krakkarnir hafi meira gaman.
Þessar æfingar verða líka færðar á mánudaga og miðvikudaga í stað þriðjudaga og fimmtudaga eins og það hefur verið áður.

Tveir afrekshópar í U16 og U21

Til að styðja enn frekar við afreksfólk okkar höfum við bætt við öðrum afrekshóp fyrir U16 ára (13-15 ára). Þetta er gríðarlega mikilvægur aldur til að fá krakkana sem vilja ná árangri í að fara keppa og munu það vera okkar yngstu keppendur á mótum eins og Norðurlandameistaramóti Ungmenna. Þeir sem sýna áhuga á að vera í afrekshóp U16 er bent á að tala við sýna þjálfara en megin reglan er að s´ýna áhuga á að keppa á mótum og eiga sinn eigin búnað.

Skráningar í gegnum Sportabler

BF Boginn hefur nú tekið í noktun skráningarkerfið Sportabler sem sitt aðal skráningarkerfi. Héðan í frá fara greiðslur og skráningar innan félagsins í gegnum Sportabler og hægt er að skoða búðina okkar hér: sportabler.com/shop/bfboginn

Ef þið hafið spurningar ekki hika við að senda okkur á boginn@archery.is eða í gegnum Facebook síðuna okkar facebook.com/bfboginn/

Marín nær Íslandsmeistaratitlinum með stæl

Íslandsmeistaramótið utandyra var haldið á Hamranesvelli í Hafnafirði helgina 17-18 júlí og var margt um að vera þegar sveigbogar mættu til leiks á sunnudeginum. En án efa átti Marín Aníta Hilmarsdóttir sitt besta mót hingað til, en einnig mættust Oliver og Haraldur nú í úrslitum og endaði það með tvöföldum bráðabana!!

Marín slær Íslandsmetið með yfirburðum í sveigboga kvenna!

Marín byrjaði mótið eins og í sögu og eftir 36 örvar var útlitið mjög gott með 309 stig. Þá myndu flestir mögulega frjósa upp og ekki ná að gera sitt besta í seinni 36 en þetta var engin veggur fyrir Marín endaði hún með 616 stig eftir 72 örvar! Sem er 17 stiga bæting á metinu sem hún setti úti í París fyrir um mánuði síðan en skorið hennar þar var 599. 616 er 11 stigum hærra en lágmarks skorið fyrir ólympíuleikana og er Marín fyrsti Íslendingurinn sem nær lágmörkunum fyrir ólympíuleikanna í bogfimi og eflaust okkar bjartasta von til að ná sæti fyrir Ísland á ólympíuleikanna í París 2024.
Marín var þó ekki hætt eftir undankeppnina en hún mætti Guðnýu Grétu Eyþórsdóttur frá Skaust í úrslitum en vann þar öruggan sigur 6-0 og náði að hitta fullkomið skor í loka umferðinni eða 10 10 10.
Frábær árangur hjá Marín og eins og alltaf verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Næst á dagskrá hjá Marín er heimsmeistaramót ungmenna sem haldið verður í Pólandi 7-15. ágúst.

Oliver og Haraldur fóru í tvöfaldan bráðabana!

Spennan var svo sannarlega í hámarki í úrslitum sveigboga karla þar sem Oliver Ormar Ingvarsson hjá Boganum og Haraldur Gústafsson úr Skaust mættust. Leikurinn byrjaði jafnt og með 1-1 en svo náði Haraldur að vinna næstu tvær umferðir og setti Oliver í erfiða stöðu með 5-1. Hins vegar svaraði Oliver með að vinna tvær umferðir einnig og var staðan því 5-5 og var því bráðabani, þar er aðeins skotið einni ör og sá sem er næst miðju vinnur. Hins vegar þegar þeir voru báðir búnir að skjóta, voru þeir báðir í 9 og ekki var hægt að mæla hvor örin var nær! þær voru alveg eins og var því dæmt að það þurfi að skjóta aftur. Haraldur skaut góðri ör og lenti aftur í 9 en Oliver náði ekki að skjóta vel og hitti ekki á skotmarkið. Þar með náði Haraldur að verja titilinn sinn sem Íslandsmeistari. Hægt er að sjá viðureignina hér:

Dagur tekur brons í sveigboga

Dagur Örn Fannarsson mætti aftur eftir nokkra mánaða pásu frá bogfimi og náði að sigra Ragnar Þór Hafsteinsson í brons medalíu keppni. Leikurinn virtist vera að sigla í hús fyrir Ragnar í byrjun en Dagur náði sér aftur á strik og vann 6-4.

BF Boginn Íslandsmeistari í Parakeppni 2021

Marín og Oliver náðu einnig að verja titil Bogans í sveigboga parakeppni þegar þau mættu Skaust í úrslitum. Höfðu þau betur þar og unnu öruggan sigur 5-1.

Nói og Ewa Íslandsmeistarar í Trissuboga!

Íslandsmeistaramótið utandyra fór fram á Hamranesvelli í Hafnafirði um helgina og náðu keppendur Bogans miklum yfirburðum á mótinu. Mótið byrjaði á laugardegi og voru þá trissubogar og berbogar sem kepptu. Voru veðurskilirði mun betri en í fyrra og náði sólin smá að gægjast í gegnum skýjin þó það var mest megnis skýjað.

Nói Barkarson

Nói tekur nú Íslandsmeistaratitil utandyra

Nói Barkarson byrjaði vel á mótinu og var efstur í undankeppninni eftir 36 örvar en endaði svo í 3 sæti í undankeppninni með 652. Albert Ólafsson einnig úr Boganum og Íslandsmeistari 2020 endaði á því að vera efstur eftir 72 örvar með 663 stig.
Þeir mættust svo í loka bardaganum um gull medalíuna og hafði þar Nói betur með 136 á móti 127 hjá Albert

Hægt að horfa á gull medalíu keppnina hér
Ewa Ploszaj

Ewa vinnur í Trissuboga Kvenna

Ewa Ploszaj átti einnig frábært mót, endaði næst efst í undankeppninni með 647 en það var sama skor og Anna María Alfreðsdóttir náði en Anna María endaði með fleiri tíur og var því ofar en Ewa.
Það hafði hins vegar ekki áhrif á Ewu þegar þær mættust í úrslitum en baráttan var hörð og voru þær mjög jafnar allan leikinn. Ewa náði þó að halda forustu þegar Anna María datt aftur úr og endaði leikurinn 136-134 Ewu í hag. Náði þar með Ewa að hefna sín síðan í fyrra þegar Anna María hafði betur.

hægt að horfa á viðureign þeirra hér.
Freyja Dís

Freyja Dís með frábæra framistöðu á sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti

Freyja Dís Benediktsdóttir er aðeins 16 ára gömul og byrjaði að skjóta fyrir einu ári síðan náði að næla sér í brons medalíu eftir sigur á Astrid Daxböck í brons medalíukeppninni. Freyja byrjaði einnig mjög vel í undankeppninni og var efst eftir fyrstu tvær umferðirnar. Hún endaði í 5 sæti eftir 72 örvar með 591 stig. Hún mætti svo Astrid í brons keppni og eftir fyrstu umferðina var hún 3 stigum undir. En náði fljótt að vinna sig upp og endaði á að vinna 126 – 115. Frábær árangur hjá Freyju og hlökkum til að sjá hana þegar hún mætir næst innandyra í október.

BF Boginn með silvur í parakeppni

BF Boginn tók silvur í parakeppni eða mixed team trissuboga á laugardaginn, voru þau Ewa og Albert sem kepptu fyrir Bogann í úrslitum gegn ÍF Akur. Hafði þar Akur betur eftir spennandi keppni og vann 143-140.

Hægt er að sjá allar niðurstöður úr mótinu hér:
https://www.ianseo.net/Details.php?toId=8805

BF Boginn með 12 Íslandsmeistaratitla á Íslandsmóti Ungmenna 2021

Íslandsmeistaramót Ungmenna 2021 fór fram á Haukavelli í Hafnafirði og kepptu þar okkar bestu ungmenni um Íslandsmeistaratitla. Hér eru helstu úrslit frá mótinu.

Mynd: BFSÍ

Sveigboga úrslit

Íslandsmeistari í Sveigboga kvenna U16: Fanney Sara Gunnarsdóttir
Íslandsmeistari í Sveigboga kvenna U18: Marín Aníta Hilmarsdóttir
Íslandsmeistari í Sveigboga kvenna U21: Valgerður Einarsdóttir Hjaltested

Íslandsmeistari í Sveigboga karla U18: Pétur Már M Birgisson
Íslandsmeistari í Sveigboga karla U21: Oliver Ormar Ingvarsson

Einnig slóu nokkrir af þessum keppendum Íslandsmet:
Marín og Pétur með Íslandsmet í parakeppni sveigboga U18.
Fanney og Jenný með Íslandsmet í liðakeppni sveigboga U16.
Marín og Halla með Íslandsmet í liðakeppni sveigboga U18.

Trissuboga úrslit

Íslandsmeistari í Trissuboga kvenna U18: Freyja Dís Benediktsdóttir
Íslandsmeistari í Trissuboga karla U21: Nói Barkarson

Voru slegin nokkur met einnig í trissuboga:
Nói með Íslandsmet í U21 einstaklinga.
Nói og Sara með Íslandsmet í parakeppni bæði í U21 og opnum flokki.

Mynd: BFSÍ

Nói átti frábært mót

Án efa átti Nói frábært mót og frábæra helgi. Hann sló metið sitt með 646 í U21 flokki á NUM en bætti það svo á Íslandsmóti Ungmenna með 669 stigum sem er aðeins 5 stigum frá Íslandsmetinu í opnum flokki! Verður spennandi að sjá hann keppa á Íslandsmeistaramótinu sem fer fram helgina 17-18 júlí.


Marín Norðurlandameistari 2021

Marín Aníta Hilmarsdóttir sigraði U18 flokk í Sveigboga Kvenna á Norðurlandameistaramóti Ungmenna sem var haldið 3. júlí. Mótið var að þessu sinni haldið sem fjarmót vegna heimsfaraldursins og var því undankeppnin sem skaraði úr sigurvegara. Voru 230 keppendur að keppa að þessu sinn og 19 voru frá Íslandi. Keppti Marín í fjölmennasta flokknum en það voru 27 stelpur sem kepptu í sveigboga U18

Úr neðsta sæti í það efsta

Marín sigraði því undankeppnina og tryggði sér gullið með skorið 633, U18 sveigbogaflokkurinn keppir á 60 metrum. Marín keppti í fyrsta sinn á NUM árið 2018 og var þá í neðstu sætunum, það er því frábær bæting á 3 árum hjá Marín! Hún bætti svo auðvitað nýtt met í U18 kvenna sveigboga. Verður spennandi að fylgjast með henni næstu 3 árin þegar Norðurlandameistaramótið verður aftur haldið með venjulegu sniði.

(Mynd: BFSÍ)

Nói og Oliver með ný Íslandsmet í U21 flokkum

Nói Barkarson setti nýtt met í U21 trissuboga á mótinu með 642 stig, en hann endaði í 6. sæti á NUM.
Oliver Ormar Ingvarsson setti nýtt met í U21 sveigboga með 593 stig og endaði í 5 sæti.

Nói í miðjunni (mynd: BFSÍ)

Nánari greinar um mótið er hægt að finna á archery.is

Þorsteinn með Gull á Íslandsmóti Öldunga 2021

Íslandsmót Öldunga fór fram nú um helgina á Ásvelli í Hafnarfirði. Er þetta í fyrsta sinn sem keppt var á Ásvelli og fengu keppendur ekki skemmtilega heimsókn því hvasst var í veðri þennan dag. Þó það var ekki gul viðvörun á höfuðborgasvæðinu var hvasst og spilaði veðrið sinn part í að gera það erfitt fyrir keppendum.

Þorsteinn með Gull í trissuboga karla 50+

Þorsteinn Halldórsson úr BF Boganum lét veðrið ekki trufla sig, enda þræl vanur að skjóta í vindi, hann endaði með 607 í undankeppninni og vann svo Rúnar Þór Gunnarsson í gull medalíu keppni með yfirburðum, 131 stig gegn 93 stigum.

Lítil mæting var á Íslandsmót öldunga í ár og voru það því einu úrslit sem keppt var um ásamt sveigboga karla 50+ þar sem Haraldur Gústafsson úr Skotfélagi Austurlands (Skaust) tók gullið.

Albert og Sveinbjörg með nýtt Heimsmet!

Hjónin Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir settu nýtt heimsmet á heimsbikarmótinu í París nú á dögunum. Settu þau metið í undankeppni para 50+ með 1237 stigum sem er talsvert hærra en metið sem þau áttu einnig áður var 1040 stig.

Sveinbjörg í undankeppninni ásamt Toja Ellison sem endaði með silvur á mótinu

Það er ekki á hverjum degi sem þú getur sagt að þú hafir slegið heimsmet og það er frábær árangur sem Albert og Sveinbjörg hafa náð á heimsbikarmótinu. Þau náðu þó ekki upp úr útslættinum en er baráttan í trissubogaflokki mjög erfið.