Um félagið

Bogfimifélagið Boginn var stofnað í Kópavogi í júlí 2012. Félagið byrjaði með sína starfsemi í Furugrund í Kópavogi í aðstöðu Bogfimisetursins. Eitt af þeim nöfnum sem lagt var til fyrir félagið var Bogfimifélagið Eyvindur, þar sem okkur finnst ekki gaman að skjóta í vindi. En stofnendurnir ákváðu að velja eitthvað einfaldara sem nafn og það verður ekki mikið einfaldara en Boginn.