Öldungar slá öll met á síðasta fjarmóti World Archery Indoor Series!

Nú er síðasta mótið í fjar-mótaröð heimssambandins lokið og eru niðurstöðurnar úr þessu síðasta móti hreint með sagt stórkostlegar.
BF Boginn var samtals með 9 ný íslandsmet og ýmsum toga en voru það aðallega öldungarnir sem stóðu upp úr að þessu sinni.

Albert á Íslandsmeistaramóti utandyra 2020

Albert og Sveinbjörg setja ný Íslandsmet í trissuboga Masters

Albert Ólafsson ríkjandi Íslandsmeistari í trissuboga karla setti nýtt met í Masters flokki með 571 stig, sem er frábær árangur. Setur það skor hann í 355 sæti af 1013 keppendum.
Settu þeir Albert, Nói Barkarson og Daníel Már Ægirsson saman nýtt liðamet í trissuboga með 1689 stig.
Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir setti einnig nýtt met í trissuboga Masters kvenna flokki með 553 stig. Sveinbjörg lenti í 188 sæti af 402 konum sem kepptu í trissuboga flokki.
Voru þau Ewa Ploszaj og Nói Barkarson sem settu nýtt met í trissuboga blandaðri liðakeppni með 1130 stig.

Marín og Birna slá ný Íslandsmet.

Marín Aníta Hilmarsdóttir setti nýtt met í U21 flokki sveigboga með 527 stigum. Marín og Oliver Ormar Ingvarsson settu ný met í blandaðri liðakeppni sveigboga, bæði í opnum flokki og U21 flokki með 1066 stig. Marín, Halla Sól Þorbjörnsdóttir og Astrid Daxböck settu nýtt met í liðakeppni í sveigboga með 1507 stig.
Birna Magnúsdóttir setti nýtt met í berboga Masters með 419 stigum.

Indoor World Series lokið

Eins og minnst var á áðan er þessari fjar-mótaröð heimsambandsins lokið. Vill ég óska öllum sem tóku þátt til hamingju með frábæran árangur og var mjög gaman að fylgjast með þessu nýja formi af móti fara af stað. Ef þið viljið kíkja á niðurstöður úr mótunum í heild sinni getið þið séð það hérna:
https://worldarchery.sport/events/results

Mæli einnig með að kíkja á finals úr þessum mótum sem voru haldin víðsvegar um evrópu í kjölfar mótaraðanna en hægt er að sjá streymi úr þeim á YouTube rás heimsambandsins hér:
https://www.youtube.com/c/WorldArcheryTV/featured