Albert og Sveinbjörg með nýtt Heimsmet!

Hjónin Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir settu nýtt heimsmet á heimsbikarmótinu í París nú á dögunum. Settu þau metið í undankeppni para 50+ með 1237 stigum sem er talsvert hærra en metið sem þau áttu einnig áður var 1040 stig.

Sveinbjörg í undankeppninni ásamt Toja Ellison sem endaði með silvur á mótinu

Það er ekki á hverjum degi sem þú getur sagt að þú hafir slegið heimsmet og það er frábær árangur sem Albert og Sveinbjörg hafa náð á heimsbikarmótinu. Þau náðu þó ekki upp úr útslættinum en er baráttan í trissubogaflokki mjög erfið.