BF Boginn með 5 Íslandsmet í Ungmennadeild BFSÍ febrúar!

Ungmennadeild BFSÍ heldur áfram og stóðu ungmenni Bogans sig príðilega þennan mánuð eins og flest alla mánuði. Vert er að taka fram að alls tóku 22 ungmenni þátt í þessum mánuði þátt frá Boganum (það voru 27 alls á landinu) og bættu alls 5 sín hæðstu skor.

Marín með nýtt Íslandsmet í U18 og Sveigboga

Marín Aníta Hilmarsdóttir ríkjandi Íslandsmeistari setti nýtt íslandsmet í U18 flokki í sveigboga með 574 stigum. Er þetta seinasta árið sem hún keppir í U18 flokki og verður spennandi að fygjast með hversu langt hún nær að hækka metið.

4 ný liðamet

Þegar mörg efnileg ungmenni keppa hjá sama félagi eigum við von á nýjum liðametum og vorum við ekki vonsvikin eftir febrúar því sett voru 4 ný liðamet:

Marín Aníta og Halla Sól Þorbjörnsdóttir settu nýtt met í liðakeppni U18 sveigboga með 1103 stig.
Sara Sigurðardóttir og Nói Barkarson settu nýtt met í blandaðri liðakeppni (mixed team) U21 trissuboga með 1114 stigum.
Fanney Sara Gunnarsdóttir og Valur Einar Georgsson settu einnig nýtt met í blandaðri liðakeppni U16 sveigboga með 832 stig.
Bryndís Eva Harðardóttir og Adam Berg Gylfason settu nýtt met í blandaðri liðakeppni U16 trissuboga með 965 stig.

Frábær árangur hjá öllum þessum ungmennum þennan mánuð og eiga þau flott hrós skilið.