Marín setur nýtt Íslandsmet aftur! á fjarmóti Norðurlanda

Spennandi og áhugavert mót fór fram helgina 6-7 mars. Komu þar saman ungmenni frá Norðurlöndunum og kepptu sín á milli á fjarmóti. Var það haldið í Bogfimisetrinu á vegum Bogfimisambands Íslands í samstarfi við landssambönd norðurlandanna. Voru þar keppendur sem skilgreind eru í ungmennalandslið og í hæfileikamótun BFSÍ.

Marín bætir U21 metið aftur í sveigboga

Marín Aníta Hilmarsdóttir keppti í sveigboga og bætti sitt eigið met í U21 flokki sem hún sló aðeins nokkrum vikum fyrir á World Archery Indoor Series. Bætti hún metið upp í 533 stig en var það áður 527. Setti það skor Marín í 5 sæti af 12 stelpum víðsvegar um Norðurlöndin en það var hún Niki Dennius frá Svíþjóð sem lenti á toppnum í þetta sinn með 555 stig. Frábær árangur hjá Marín og hröð þróun upp á leið.
Oliver Ormar Ingvarsson sem var efstur af Íslendingunum í sveigboga karla með 541 stig lenti í 6 sæti af 12. Var þar hinn hæfileikaríki Jacob Mosén frá Svíþjóð sem lenti á toppnum með 582 stig.

Nói aðeins tveimur stigum frá Íslandsmeti

Í trissuboga flokki var það Nói Barkarson sem var efstur af Íslendingunum með 581 stig sem er aðeins 1 stigi frá núverandi Íslandsmetinu hans sem er 582 stig! Þetta setti hann í 2 sæti af 4 sem kepptu í trissuboga karla en var það Normaðurinn Sander Berner Figved sem lenti á toppnum með 585 stig.

Var það Eowyn Marie Mamalias frá bogfimifélaginu Hróa Hetti sem var efst í trissuboga kvenna á Íslandi með 554 stig en Sara Sigurðardóttir frá BF Boganum var ekki langt undan með 551 stig. Það var þó ekki nóg til að taka sigurinn af Norðmönnum en var það hún Oda Isnes sem var á toppnum með 570 stig.

Var þetta skemmtileg verkefni hjá Bogfimisamböndum Norðurlanda og vonum við að þetta verði gert aftur. Þangað til verður næsta Norðurlandamót ungmenna utandyra í sumar og verður það einnig í fjarmóta formi þannig verður spennandi að sjá bætingu okkar fólks þar.