Oliver og Nói á topp Meistaradeildar Bogans!

Fyrsta tilraun Bogans að svokallaðri Meistaradeild Bogans að kárast rétt fyrir síðstu helgi. Þessi deild er eitthvað sem sérst ekki eins og við vitum um. Deildin virkar þannig að það eru 8 keppendur í deildinni sem keppa við hvorn annan tvisvar, hver og einn keppir þar með 14 leiki samtals. Leikirnir eru venjulegir sveigboga úrslita leikir, ef þú vinnur leikinn færðu 3 stig, ef það er jafntefli fá báðir keppendur 1 stig, og ef þú tapar færðu ekki stig (virkar eins og venjuleg fótbolltadeild).
Að þessu sinni því þetta var tilraun voru sveigbogar og trissubogar að keppa á móti hvor öðru. En til að jafna leikinn þá kepptu sveigbogar á 60cm skífu í stað 40cm eins og venjan er.

Eftir 112 leiki, tár og svita, þá er komin niðurstaða sem hægt er að sjá hér:

https://boginn.is/table/meistaradeild-bogans-test/

Eins og glöggir lesendur sjá þá eru tveir kappar á toppnum með jafn mörg stig. Það getur auðvitað gerst að það lendir þannig en þeir hafa aðeins tapað einu sinni á móti hverjum öðrum í deildinni. Venjulega myndi þá niðurstaðan fara eftir GD (Goal Difference) eða stiga mismuninum. Ef einn keppandi vinnur annan 6-4 þá er hann með +2 í GD og hinn sem tapaði endar með -2 í GD. En hérna voru þeir báðir einnig með sama stiga mismun sem gerist mjög sjaldan og er í raun mjög erfitt að lenda í. Hins vegar var einnig talið tíurnar sem keppendur fengu í deildinni og sker það úr vinningshafanum í þetta sinn.

Þá er hann Oliver Ormar Ingvarsson sem keppir á sveigboga efstur í þessari fyrstu tilraun með 39 stig og 123 tíur. Rétt á eftir honum kemur Nói Barkarson sem keppir í trissuboga með 39 stig einnig en 87 tíur. Þar á eftir kemur Marín Aníta Hilmarsdóttir sem keppir á sveigboga með 22 stig og 77 tíur.

Ég vill þakka öllum sem tóku þátt í þessari deild með okkur og bið ég ykkur endilega að skoða alla keppendur, hægt er að ýta á keppendur og sjá leikina sem var keppt og allar niðurstöður í gegnum þessa töflu sem ég setti inn hér fyrir ofan.