Þorsteinn með Gull á Íslandsmóti Öldunga 2021

Íslandsmót Öldunga fór fram nú um helgina á Ásvelli í Hafnarfirði. Er þetta í fyrsta sinn sem keppt var á Ásvelli og fengu keppendur ekki skemmtilega heimsókn því hvasst var í veðri þennan dag. Þó það var ekki gul viðvörun á höfuðborgasvæðinu var hvasst og spilaði veðrið sinn part í að gera það erfitt fyrir keppendum.

Þorsteinn með Gull í trissuboga karla 50+

Þorsteinn Halldórsson úr BF Boganum lét veðrið ekki trufla sig, enda þræl vanur að skjóta í vindi, hann endaði með 607 í undankeppninni og vann svo Rúnar Þór Gunnarsson í gull medalíu keppni með yfirburðum, 131 stig gegn 93 stigum.

Lítil mæting var á Íslandsmót öldunga í ár og voru það því einu úrslit sem keppt var um ásamt sveigboga karla 50+ þar sem Haraldur Gústafsson úr Skotfélagi Austurlands (Skaust) tók gullið.