Category: Fréttir

Bogfimisamband Íslands veitir verðlaun til íþróttafólks ársins

Bogfimisamband Íslands veitti í fyrsta sinn verðlaun til íþróttafólks ársins og fór verðlaunaafhending fram þann 15. janúar síðastliðinn. Voru það auðvitað þau Dagur Örn Fannarsson og Marín Aníta Hilmarsdóttir sem hlutu verðlaunin. Fjallað var um þegar íþróttafólk ársins og afrek Dags og Marínar í greininni hér.

Hér fyrir neðan eru svo myndir frá höfuðstöðvum ÍSÍ þar sem verðlaunin voru veitt og voru Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Ásdís Lilja Hafþórsdóttir framkvæmdarstjóri BFSÍ með þeim og veittu þeim verðlaunin.

Frá hægri: Ásdís, Marín, Dagur og Líney (Mynd frá ÍSÍ)
Flottu bikararnir sem voru veittir í ár (Mynd frá ÍSÍ)
Ein önnur af Degi og Marín.

BF Boginn situr nýtt met í Trissuboga kvenna á Indoor World Series Janúar

Síðustu helgi fór þriðja umferð af Indoor World Series fram og tóku keppendur þátt um allan heim. Hérna heima hélt Bogfimisambandið mótið í Bogfimisetrinu og gat fólk skotið þar en var grímuskylda milli umferða og aðeins einn á skotmarki í einu.

Nýtt liðamet í Trissuboga Kvenna

Þær Ewa Ploszaj, Sara Sigurðardóttir og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir settu nýtt liðamet með 1662 stig í trissuboga kvenna. Er það í annað skiptið í mótaröðinni sem þær slá Íslandsmetið en þær bættu það í desember með 1638 stigum.

Mynd frá Bogfimisambandinu tekin frá mótinu, Sara til vinstri og Nói Barkarsson til hægri

Sara enn á uppleið

Sara Sigurðardóttir átti frábært skor á þessu móti með 556 stig! Hún á svo sannarlega hrós skilið og miðað við hún byrjaði núna síðasta haust eigum við von á að sjá góðan árangur.

Hægt er að sjá niðurstöður í mótinu öllu hér: https://worldarchery.org/competition/22963/january-indoor-archery-world-series-online#/
Kvetjum alla til að skrá sig á síðasta mótið í þessari mótaseríu hér:
https://docs.google.com/forms/d/1MDzPQ4XcXN7QSVyreIsuWOYHm-clA-uAVHhWGPCJSYA/viewform?edit_requested=true

Ungmennadeild BFSÍ lokið, Marín og Friðrik með ný Íslandsmet!

Nú hafa síðustu niðurstöður Ungmennadeildar Bogfimisamband Íslands 2020 verið birtar og var frábær þáttaka ungmenna frá Boganum sem tóku þátt þessa fjóra mánuði sem deildin stóð. Vill ég hrósa þeim sem tóku þátt, þrátt fyrir erfiðar aðstæður finnum við alltaf leiðir til að keppa og hafa gaman að íþróttinni okkar.

3 ný félagsliðamet

Keppendur Bogans slógu nokkur félagsliðamet í deildinni þau eru:
U18 Sveigboga Karla voru þeir Daníel Már Ægisson, Sigfús Björgvin Hilmarsson og Friðrik Ingi Hilmarsson sem tóku það í ágúst.
U18 Sveigboga Kvenna voru þær Marín Aníta Hilmarsdóttir, Halla Sól Þorbjörnsdóttir og Melissa Tanja Pampoulie sem tóku það í september.
U18 Trissuboga Kvenna voru þær Sara Sigurðardóttir, Freyja Dís Benediktsdóttir, Erna María Beck sem tóku metið í september.
Verður spennandi að sjá þessa flottu keppendur svo seinna á árinu á Íslandsmóti ungmenna.

Marín með nýtt Íslandsmet í U21 sveigboga kvenna!

Frá Íslandsmeistaramóti innandyra 2020

Marín Aníta Hilmarsdóttir sló nýtt met í U21 sveigboga kvenna með 522 stig. Frábær árangur hjá henni árið 2020 með Íslandsmeistaratitil innadyra en hún er hvergi nærri hætt og stefnir hátt 2021.

Friðrik Ingi með nýtt met í U18 berboga

Friðrik Ingi Hilmarsson náði einnig flottum árangri í ungmennadeildinni og sló íslandsmetið í U18 berboga með 403 stig í september.

Ungmennadeildin framlengd vegna Covid

Vegna þess að Íslandsmót ungmenna verður frestað fram í október hefur BFSÍ ákveðið að framlengja ungmennadeildinni. Nú eru 4 mót í viðbót þar sem öll okkar ungmenni geta tekið þátt og keppt við landa sína frá mismunandi hornum landsins sem er mjög skemmtilegt. Hlakka til að sjá sem flesta taka þátt!

Gleðilegt nýtt ár frá stjórn BF Bogans!





Íslandsmeistaramót Ungmenna og Öldunga frestað

Bogfimisamband Íslands hefur nú frestað íslandsmeistaramóti ungmenna og öldunga fram í haust vegna Covid. Þetta er vegna óvissu um hvort gildandi reglugerð verði enn í gildi um að keppnishald verði ennþá bannað nú í febrúar og mars þegar mótin áttu að vera. Ásdís Lilja Hafþórsdóttir framkvæmdarstjóri Bogfimisambandsins segir í tilkynninguni að ef mótin yrðu haldin á næstunni þyrfti að gjör breyta fyrirkomulagi þess og sleppa t.d. útsláttarkeppni og gull medalíu keppni. Þess vegna vilja þau færa mótin seinni parts árs til að geta haldið venjulegt mót.

Ný dagsetning fyrir Íslandsmót Ungmenna innanhús er 30. og 31. Október

Ný dagsetning fyrir Íslandsmót Öldunga innanhús er 13. og 14. Nóvember.

Íslandsmeistaramótið innanhús í opnum flokki hefur ekki ennþá verið fært en það er skipulagt 27. og 28. mars, og á enn eftir að koma út hvort það verður fært eða þessi dagsetning haldist.

Hægt að sjá tilkynninguna frá Ásdísi hér:
https://bogfimi.is/2021/01/03/islandsmotum-ungmenna-og-oldunga-innanhuss-frestad/

Albert með Íslandsmet og Boginn með tvö liðamet á Indoor World Series desember!

Ríkjandi Íslandsmeistari utandyra Albert Ólafsson sló Íslandsmetið í 50+ masters karla í trissuboga á Indoor World Series núna um helgina. Mótið var haldið á netinu um allan heim og um 5000 keppendur voru skráðir til leiks og keppt var í trissuboga, sveigboga og berboga.

Albert með nýtt Íslandsmet í 50+ Masters

Albert sló metið með 563 stig og var gamla Íslandsmetið sem Rúnar Þór Gunnarsson átti 561. Verður gaman að sjá þá keppa í masters flokki í febrúar.

Tvö liðamet slegin í trissubogaflokki

Einnig voru slegin tvö liðamet í trissuboga bæði í kvenna og karla flokki. Í karlaflokki voru þeir Albert, Gummi og Nói Barkarsson sem slóu nýtt Íslandsmet með 1669 stig. Í kvennaflokki voru þær Ewa Ploszaj, Sara Sigurðardóttir og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir sem settu nýtt Íslandsmet með 1638 stig.

Efnileg á sýnu fyrsta móti og skemmtileg staðreynd

Vert er að skoða að Sara var að keppa á sýnu fyrsta móti og náði hún 544 stigum. Mjög efnileg aðeins 17 ára, eigum von á að sjá meira frá henni á næstu mótum framundan.

Skemmtileg staðreynd er að Astrid Daxböck var sú eina sem keppti í öllum þrem bogaflokkunum í heiminum!

Hægt er að sjá niðurstöður í mótinu hér:
https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7860
Einnig heildarniðurstöður mótsins hér:
https://worldarchery.org/competition/22962/december-indoor-archery-world-series-online#/

Íþróttafólk ársins 2020 tilkynnt

Dagur Örn Fannarsson 19 ára og Marín Aníta Hilmarsdóttir 16 ára eru yngstu keppendur í sveigboga sem hafa verið valin íþróttafólk ársins í bogfimi, bæði keppa fyrir BF Bogann. Enginn sveigboga keppandi yngri en 35 ára hefur áður verið titlaður íþróttamaður og kona ársins í bogfimi og þetta er aðeins í annað sinn sem sveigboga keppandi er titlaður íþróttakona ársins. Þetta eru því tímamót í íþróttinni.

Dagur tekur framúr í fyrstu tilraun!

Dagur tók Íslandsmeistaratitilinn innandyra með gífurlegum yfirburðum. Dagur var hæstur í undankeppni og tapaði aðeins 1 stig í öllum úrslitaleikjum mótsins. Hann var einnig hæstur í undankeppni á Íslandsmeistaramóti utanhúss. Dagur byrjaði í bogfimi 2018 og þetta var í fyrsta sinn sem Dagur keppir á Íslandsmeistaramótum í opnum flokki og hefur strax sett sig fram sem framúrskarandi íþróttamann. Þetta er einnig fyrsta sinn sem Dagur er tilnefndur og valinn íþróttamaður ársins í bogfimi. Dagur sló tvö einstaklings íslandsmet í U21 flokki á árinu, seinna metið var 553 stig sem setur hann meðal top fimm hæst skorandi sveigboga karla innandyra í bogfimi á Íslandi frá því að skráningar hófust. Dagur sló einnig fimm liðamet með félagsliði sínu.

Marín 16 ára best í sveigboga

Marín sigraði allt með yfirburðum á Íslandsmótum innandyra á þessu ári og tók alla titla og verðlaun sem henni stóðu til boða. Marín vann Íslandsmeistaratitilinn í opnum flokki, U21 og U18 flokki ásamt því að sigra keppendur erlendis frá sem kepptu í alþjóðlega hluta íslandsmóts ungmenna í U18 og U21 flokki. Marín var aðeins einum Íslandsmeistaratitli frá því að taka fullkomið ár í sveigboga kvenna, þar þurfti silfur að duga. Marín á fimm af sex íslandsmetum í U21, U18 og U16 flokkum og hún bætti bæði U18 og U21 utandyra metin á árinu. Ásamt því að bæta fjögur Íslandsmet í liðakeppni með sínu félagsliði. Þetta var í fyrsta sinn sem Marín tók þátt á Íslandsmeistaramótum í opnum flokki og fyrsta sinn sem hún er valin íþróttakona ársins.

Sigruðu bæði fyrir Bogann

Dagur og Marín kepptu og unnu saman Íslandsmeistaratitil í parakeppni félagsliða fyrir Bogann á Íslandsmótinu utanhúss 2020, það var í fyrsta sinn sem keppt var í parakeppni félagsliða á Íslandsmeistaramóti. Þau voru einnig bæði í hæfileikamótun BFSÍ á árinu og náðu lágmörkum fyrir landslið/ungmennalandslið 2021.

Við hjá Boganum erum mjög stolt af þeim báðum og hlökkum til að sjá hvað næstu ár hafa í boði fyir þessi fyrirmynda íþróttafólk.

Mæli með að sjá úrslitaleikina hjá þeim báðum á Youtube rás bogfimisambandsins hér: https://www.youtube.com/c/ArcheryTVIceland/videos

Greinin er mestu tekin frá bogfimisambandinu sem tilkynnti íþróttafólk ársins hægt er að finna upprunalegu greinina hér: https://bogfimi.is/2020/11/08/ithrottafolk-arsins-2020-bogfimi-dagur-og-marin/

Marín og Oliver Stóra Núps meistarar 2020

Stóra Núps meistaramótaröðin fór fram í sumar en tvö af þrem mótum voru aflýst vegna COVID-19. Eina mótið sem haldið var í ár var þann 8. júní síðastliðin. Voru góð veðurskilirði og keppendur Bogans kepptu bæði í sveigboga og trissuboga.

Oliver Ormar Ingvarsson var hæðstur í undankeppninni með 565 stig, sem er aðeins 2 stigum frá Íslandsmetinu í U21 árs flokki. Mótaröðin tekur mark á undankeppninni og sá sem er með hæðsta samanlagða skor eftir öll mótin verður Stóra Núps Meistari. En það var aðeins eitt mót í ár og þar með var 565 stig nóg fyrir Oliver til að tryggja sér sigur.

Marín Aníta Hilmarsdóttir varð hæðst í undankeppninni í sveigboga kvenna með 345 stig.

Hægt er að sjá niðurstöðurnar úr mótinu hér:
https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7163

BF Boginn fyrsti Íslandsmeistari í parakeppni

Íslandsmeistaramótið í opnum flokki fór fram á Víðistaðatúni helgina 18. og 19. ágúst. Á sunnudeginum var keppt í sveigboga við góðar aðstæður og áttu keppendur Bogans frábært mót með ný félagsliða Íslandsmet í bæði karla og kvenna flokki og einnig blandaðri liðakeppni (mixed team)!

Dagur Örn Fannarsson og Marín Aníta Hilmarsdóttir kepptu fyrir hönd BF Bogans í parakeppni og voru lang sterkust og tóku Íslandsmeistaratitilinn! Ekki nóg með það, þá settu þau Íslandsmetið í parakeppni (mixed team) bæði í opnum flokki og U21 með 1037 stigum. Sýnir að Boginn er með sterkt ungmennastarf og bjarta framtíð í þessu íþróttafólki.

Dagur og Marín í fyrsta sæti

Dagur Örn Fannarsson ríkjandi Íslandsmeistari innandyra átti frábært mót en átti mjög erfiðan keppinaut í gull medalíu keppninni. Haraldur Gústafsson frá Skotfélagi Austurlands (SKAUST) átti betur með 6-2 þar en náði Dagur silfur en var hann efstur í undankeppninni með 559 stig.

Dagur Örn Fannarsson með silvur í sveigboga karla

Tveir úr Boganum tókust á brons medalíuna í sveigboga karla. Margfaldur Íslandsmeistarinn Guðmundur Örn Guðjónsson (Gummi) og Oliver Ormar Ingvarsson kepptust um medalíuna en Gummi hafði betur 6-2.

Strákarnir úr Boganum, Dagur, Gummi og Oliver settu einnig nýtt Íslandsmet félagsliða fyrir BF Bogann með 1590 stigum.

(frá hægri til vinstri) Gummi, Haraldur og Dagur

Marín Aníta Hilmarsdóttir átti einnig erfiðan keppinaut í gull medalíu keppninni en Kelea Quinn náði gulli í æsi spennandi gull medalíu keppni sem endaði 6-4. Þrátt fyrir það náðu Marín, Astrid og Valgerður nýju félagsliðameti fyrir BF Bogann í sveigboga kvenna með 1109 stig.

Marín Aníta með silvur í sveigboga kvenna

Mælum með að fylgja nýju Instagram síðunni okkar hér:
https://www.instagram.com/bf_boginn/

Hægt er að sjá úrslitaleiki mótsins hér:
https://www.youtube.com/playlist?list=PLaH0UvIgk_yumjMMJ81PBWqlf6ce5vAtm

Einnig niðurstöðurnar í heild sinni hér:
https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7132

Íslandsmeistari í brjáluðu roki!

Íslandsmeistaramótið í opnum flokki fór fram á Víðistaðatúni helgina 18. og 19. ágúst. Á laugardeginum var keppt í trissuboga og berboga í gulri veðurviðvörun hvorki meira né minna!

Þrátt fyrir það hélt keppnin áfram og þótt engin met voru slegin stóð fólkið okkar hjá Boganum frábærlega og hreppti Albert Ólafsson Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga karla í fyrsta skiptið. Hann var einnig lang efstur í undankeppninni með 535 stig, hann getur þar með verið talinn besti bogfimi vind kappinn á Íslandi í dag.

Ewa Ploszaj í trissuboga kvenna

Einnig náði Ewa Ploszaj góðum árangri með silvur medalíu í trissuboga kvenna og efst í undankeppninni með 487 stig. En Anna María frá ÍF Akur vann titilinn í þeim flokki.

Hægt er að sjá úrslitaleiki mótsins hér:
https://www.youtube.com/playlist?list=PLaH0UvIgk_yumjMMJ81PBWqlf6ce5vAtm

Einnig niðurstöðurnar í heild sinni hér:
https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7132

8 Íslandsmeistarar og 15 Íslandsmet á Íslandsmóti ungmenna og öldunga utandyra hjá BF Boganum

Síðastliðna helgi fór fram Íslandsmót ungmenna og öldunga utandyra fram á Víðistaðartúni í Hafnafirði. Keppendur BF Bogans sigruðu víða og áttu þátt eða tóku alls 15 Íslandsmet á mótinu og urðu 7 Íslandsmeistarar í sínum flokki

Alexía líf og Friðrik Ingi sigra í berboga

Alexía Líf Birgisdóttir setti nýtt Íslandsmet í U16 flokki í berboga með 204 stig, einnig setti hún met í tvíliðaleik (mixed team) með Þórir Freyr Kristjánssyni.
Friðrik Ingi Hilmarsson vann í U18 flokki og setti nýtt Íslandsmet með 292 stig.

Þetta var fyrsta mótið þeirra beggja og frábær árangur hjá þeim báðum.

Nói hæðstur og bestur

Úr úrslitaviðureign Nóa og Daníels

Nói Barkarsson átti frábært mót og sló 4 einstaklings Íslandsmet af 9 sem slegin voru á öllu mótinu. Í undankeppninni tók náði hann 642 stig sem slær bæði U18 og U21 Íslandsmetin og í úrslitum um gullið náði hann 144 stig á móti Daníel Már Ægissyni sem er einnig í BF Boganum. Bætti Nói þar með aftur metin í U18 og U21 flokki í útsláttarkeppni.

Nói átti aftur gott mót og er hann nú búinn að taka 3 af 4 Íslandsmeistaratitlum á árinu. Hann vann bæði ungmennamótið og í opnum flokki innandyra. Ef hann sigrar í opnum flokki nú í júlí utandyra hefur hann unnið öll Íslandsmótin á árinu. Allir bíða spenntir að sjá hvað gerist og á Nói góðar líkur á að taka titilinn í júlí.

Óvæntur sigur hjá höllu sól

Í U18 sveigboga kvenna kepptu Marín Aníta Hilmarsdóttir og Halla Sól Þorbjörnsdóttir um gullið og gerði Halla Sól betur og vann 6-0. Marín Aníta er núverandi Íslandsmeistari innanhús og var þetta fyrsta mótið hennar Höllu utandyra og þar með mjög góður árangur hjá henni.

Stelpurnar rústuðu líka báðar Íslandsmetinu í þeirra flokki sem var 286 en Halla Sól náði 406 stigum og Marín Aníta 490 stig. Það er magnað hopp og var þetta einnig fyrsta skiptið sem þær keppa í U18 flokki. Verður spennandi að fylgjast með hvað þær ná langt með Íslandsmetið í þeim flokki.

Daníel Már Ægisson keppti einnig í U18 flokki karla og náði gullinu. Hann var ekki langt frá Íslandsmeti en hann og Marín Aníta slóu Íslandsmetið í tvíliðaleik með 814 stig, gamla metið var 674.

Oliver tekur titilinn í U21

Oliver Ormar Ingvarsson og Dagur Örn Fannarsson báðir í BF Boganum kepptu um gullið í sveigboga U21 árs flokki. Oliver hafnaði betur og vann 6-0 á móti Degi, sem er núverandi Íslandsmeistari innandyra í opnum flokki. Þeir báðir ásamt Georg Rúnar Elfarssyni úr skotfélagi Ísafjarðar bættu Íslandsmetið í liðakeppni með 1245 stig. Oliver og Rakel Arnþórsdóttir bættu einnig metið í tvíliðaleik með 951 stig.

Albert tekur eitt gull og eitt silvur á öldungamóti

Albert Ólafsson keppti bæði í sveigboga og trissuboga í 50+ flokki, hafnaði hann í tvem gull útsláttarkeppnum og vann í trissubogaflokki á móti  Rúnari Þór Gunnarssyni úr BF Hróa Hetti. Í seinni leik sínum í sveigbogaflokki tók hann á móti Haraldi Gústafssyni frá SKAUST og hafnaði Albert þar í öðru sæti en það er mjög hörð keppni sem hann fékk. Var þetta í fyrsta sinn sem hann keppir á sveigboga á Íslandsmeistaramóti utandyra.

Albert sló einnig Íslandsmetið í undankeppni í trissuboga með 638 stig en metið var 635. Einnig tók Albert þrjú liðamet á þessum móti, og meðal annars með konuni sinni Sveinbjörgu Rósu Sumarliðadóttur sem tók gullið í trissuboga kvenna 50+.

Ungmenni bf bogans í miklum blóma

Það er víst að ungmenni sem keppa fyrir BF Bogann eru að skila miklum árangri og verður spennandi að sjá hvort þeir haldi því áfram í Íslandsmeistaramóti í opnum flokki sem verður haldið helgina 18-19 júlí.
Viljum minna á að skráningu líkur 3. júlí þannig það þarf að skrá eins fljótt og hægt er hér: https://archery.is/events/icelandic-championships-2020/

Heimildir og fleiri greinar um mótið:
https://archery.is/

Heildar niðurstöður
Ungmenna: https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7131
Öldunga: https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7133

Playlisti með öllum gull medalíu keppnunum:
https://www.youtube.com/playlist?list=PLaH0UvIgk_yvBY0PHsD7FUwsPSFflZMh4