Marín og Oliver Stóra Núps meistarar 2020

Stóra Núps meistaramótaröðin fór fram í sumar en tvö af þrem mótum voru aflýst vegna COVID-19. Eina mótið sem haldið var í ár var þann 8. júní síðastliðin. Voru góð veðurskilirði og keppendur Bogans kepptu bæði í sveigboga og trissuboga.

Oliver Ormar Ingvarsson var hæðstur í undankeppninni með 565 stig, sem er aðeins 2 stigum frá Íslandsmetinu í U21 árs flokki. Mótaröðin tekur mark á undankeppninni og sá sem er með hæðsta samanlagða skor eftir öll mótin verður Stóra Núps Meistari. En það var aðeins eitt mót í ár og þar með var 565 stig nóg fyrir Oliver til að tryggja sér sigur.

Marín Aníta Hilmarsdóttir varð hæðst í undankeppninni í sveigboga kvenna með 345 stig.

Hægt er að sjá niðurstöðurnar úr mótinu hér:
https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7163