BF Boginn situr nýtt met í Trissuboga kvenna á Indoor World Series Janúar

Síðustu helgi fór þriðja umferð af Indoor World Series fram og tóku keppendur þátt um allan heim. Hérna heima hélt Bogfimisambandið mótið í Bogfimisetrinu og gat fólk skotið þar en var grímuskylda milli umferða og aðeins einn á skotmarki í einu.

Nýtt liðamet í Trissuboga Kvenna

Þær Ewa Ploszaj, Sara Sigurðardóttir og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir settu nýtt liðamet með 1662 stig í trissuboga kvenna. Er það í annað skiptið í mótaröðinni sem þær slá Íslandsmetið en þær bættu það í desember með 1638 stigum.

Mynd frá Bogfimisambandinu tekin frá mótinu, Sara til vinstri og Nói Barkarsson til hægri

Sara enn á uppleið

Sara Sigurðardóttir átti frábært skor á þessu móti með 556 stig! Hún á svo sannarlega hrós skilið og miðað við hún byrjaði núna síðasta haust eigum við von á að sjá góðan árangur.

Hægt er að sjá niðurstöður í mótinu öllu hér: https://worldarchery.org/competition/22963/january-indoor-archery-world-series-online#/
Kvetjum alla til að skrá sig á síðasta mótið í þessari mótaseríu hér:
https://docs.google.com/forms/d/1MDzPQ4XcXN7QSVyreIsuWOYHm-clA-uAVHhWGPCJSYA/viewform?edit_requested=true