Bogfimisamband Íslands veitir verðlaun til íþróttafólks ársins

Bogfimisamband Íslands veitti í fyrsta sinn verðlaun til íþróttafólks ársins og fór verðlaunaafhending fram þann 15. janúar síðastliðinn. Voru það auðvitað þau Dagur Örn Fannarsson og Marín Aníta Hilmarsdóttir sem hlutu verðlaunin. Fjallað var um þegar íþróttafólk ársins og afrek Dags og Marínar í greininni hér.

Hér fyrir neðan eru svo myndir frá höfuðstöðvum ÍSÍ þar sem verðlaunin voru veitt og voru Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Ásdís Lilja Hafþórsdóttir framkvæmdarstjóri BFSÍ með þeim og veittu þeim verðlaunin.

Frá hægri: Ásdís, Marín, Dagur og Líney (Mynd frá ÍSÍ)
Flottu bikararnir sem voru veittir í ár (Mynd frá ÍSÍ)
Ein önnur af Degi og Marín.