Íslandsmeistari í brjáluðu roki!

Íslandsmeistaramótið í opnum flokki fór fram á Víðistaðatúni helgina 18. og 19. ágúst. Á laugardeginum var keppt í trissuboga og berboga í gulri veðurviðvörun hvorki meira né minna!

Þrátt fyrir það hélt keppnin áfram og þótt engin met voru slegin stóð fólkið okkar hjá Boganum frábærlega og hreppti Albert Ólafsson Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga karla í fyrsta skiptið. Hann var einnig lang efstur í undankeppninni með 535 stig, hann getur þar með verið talinn besti bogfimi vind kappinn á Íslandi í dag.

Ewa Ploszaj í trissuboga kvenna

Einnig náði Ewa Ploszaj góðum árangri með silvur medalíu í trissuboga kvenna og efst í undankeppninni með 487 stig. En Anna María frá ÍF Akur vann titilinn í þeim flokki.

Hægt er að sjá úrslitaleiki mótsins hér:
https://www.youtube.com/playlist?list=PLaH0UvIgk_yumjMMJ81PBWqlf6ce5vAtm

Einnig niðurstöðurnar í heild sinni hér:
https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7132