BF Boginn fyrsti Íslandsmeistari í parakeppni

Íslandsmeistaramótið í opnum flokki fór fram á Víðistaðatúni helgina 18. og 19. ágúst. Á sunnudeginum var keppt í sveigboga við góðar aðstæður og áttu keppendur Bogans frábært mót með ný félagsliða Íslandsmet í bæði karla og kvenna flokki og einnig blandaðri liðakeppni (mixed team)!

Dagur Örn Fannarsson og Marín Aníta Hilmarsdóttir kepptu fyrir hönd BF Bogans í parakeppni og voru lang sterkust og tóku Íslandsmeistaratitilinn! Ekki nóg með það, þá settu þau Íslandsmetið í parakeppni (mixed team) bæði í opnum flokki og U21 með 1037 stigum. Sýnir að Boginn er með sterkt ungmennastarf og bjarta framtíð í þessu íþróttafólki.

Dagur og Marín í fyrsta sæti

Dagur Örn Fannarsson ríkjandi Íslandsmeistari innandyra átti frábært mót en átti mjög erfiðan keppinaut í gull medalíu keppninni. Haraldur Gústafsson frá Skotfélagi Austurlands (SKAUST) átti betur með 6-2 þar en náði Dagur silfur en var hann efstur í undankeppninni með 559 stig.

Dagur Örn Fannarsson með silvur í sveigboga karla

Tveir úr Boganum tókust á brons medalíuna í sveigboga karla. Margfaldur Íslandsmeistarinn Guðmundur Örn Guðjónsson (Gummi) og Oliver Ormar Ingvarsson kepptust um medalíuna en Gummi hafði betur 6-2.

Strákarnir úr Boganum, Dagur, Gummi og Oliver settu einnig nýtt Íslandsmet félagsliða fyrir BF Bogann með 1590 stigum.

(frá hægri til vinstri) Gummi, Haraldur og Dagur

Marín Aníta Hilmarsdóttir átti einnig erfiðan keppinaut í gull medalíu keppninni en Kelea Quinn náði gulli í æsi spennandi gull medalíu keppni sem endaði 6-4. Þrátt fyrir það náðu Marín, Astrid og Valgerður nýju félagsliðameti fyrir BF Bogann í sveigboga kvenna með 1109 stig.

Marín Aníta með silvur í sveigboga kvenna

Mælum með að fylgja nýju Instagram síðunni okkar hér:
https://www.instagram.com/bf_boginn/

Hægt er að sjá úrslitaleiki mótsins hér:
https://www.youtube.com/playlist?list=PLaH0UvIgk_yumjMMJ81PBWqlf6ce5vAtm

Einnig niðurstöðurnar í heild sinni hér:
https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7132