Íslandsmót Ungmenna utandyra 2022 lokið

Íslandsmót ungmenna utandyra 2022 fór fram í Hafnafirði núna á laugardag og kepptu þar okkar fremstu ungmenni í hinum ýmsu aldursflokkum og bogaflokkum. Það var kalt í veðri og smá vindur en það lét ekki stoppa keppendur frá því að eiga gott mót og margir að stíga sín fyrstu skref.

BF Boginn var með alls 12 keppendur og unnu keppendur Bogans gull í öllum þeim flokkum sem þau kepptu í!

Nýr kynlaus flokkur

Það sem var helst nýtt á þessu móti var kynlausi (unisex) flokkurinn þar sem sameinað var karla og kvennaflokka til að fleiri keppendur gátu tekið þátt í sjónvörpuðum útsláttum. Heppnaðist það heldur betur vel og fengum við skemmtilega leiki sem hægt er að horfa á, á Youtube rás Bogfimisambandsins.

Helstu úrslit Bogans

Hér koma helstu úrslit sem keppendur BF Bogans náðu um helgina:

U21 sveigbogi kvenna flokkur: Marín Aníta Hilmarsdóttir með gullið eftir 6-0 sigur á Valgerði E. Hjaltested
U18 trissubogi karla flokkur: Ragnar Smári Jónasson tók gullið eftir sigur gegn Ísari Loga Þorsteinssyni.
U16 trissubogi karla flokkur: Magnús Darri Markússon með gull eftir sigur gegn Sævari Sindra Jóhannessyni frá BF Hróa Hött.
U16 trissubogi kvenna flokkur: Aríanna Rakel Almarsdóttir tók gullið eftir sigur á Þórdísi Unni Bjarkadóttur

Í kynlausu flokkunum voru það Melissa Pampoulie sem sigraði í sveigboga U18 flokki, Aríanna Rakel vann Þórdísi í annað skipti þann daginn í þeim flokki, Freyja Dís Benediktsdóttir sigraði í trissuboga U18 flokki og var það Heba Róbertsdóttir sem sigraði í berboga U18 flokki.

BF Boginn var eina félagið sem var með lið á þessu móti og voru það því 6 gull medalíur sem liðin okkar tóku heim.