BF Boginn með 12 Íslandsmeistaratitla á Íslandsmóti Ungmenna 2021

Íslandsmeistaramót Ungmenna 2021 fór fram á Haukavelli í Hafnafirði og kepptu þar okkar bestu ungmenni um Íslandsmeistaratitla. Hér eru helstu úrslit frá mótinu.

Mynd: BFSÍ

Sveigboga úrslit

Íslandsmeistari í Sveigboga kvenna U16: Fanney Sara Gunnarsdóttir
Íslandsmeistari í Sveigboga kvenna U18: Marín Aníta Hilmarsdóttir
Íslandsmeistari í Sveigboga kvenna U21: Valgerður Einarsdóttir Hjaltested

Íslandsmeistari í Sveigboga karla U18: Pétur Már M Birgisson
Íslandsmeistari í Sveigboga karla U21: Oliver Ormar Ingvarsson

Einnig slóu nokkrir af þessum keppendum Íslandsmet:
Marín og Pétur með Íslandsmet í parakeppni sveigboga U18.
Fanney og Jenný með Íslandsmet í liðakeppni sveigboga U16.
Marín og Halla með Íslandsmet í liðakeppni sveigboga U18.

Trissuboga úrslit

Íslandsmeistari í Trissuboga kvenna U18: Freyja Dís Benediktsdóttir
Íslandsmeistari í Trissuboga karla U21: Nói Barkarson

Voru slegin nokkur met einnig í trissuboga:
Nói með Íslandsmet í U21 einstaklinga.
Nói og Sara með Íslandsmet í parakeppni bæði í U21 og opnum flokki.

Mynd: BFSÍ

Nói átti frábært mót

Án efa átti Nói frábært mót og frábæra helgi. Hann sló metið sitt með 646 í U21 flokki á NUM en bætti það svo á Íslandsmóti Ungmenna með 669 stigum sem er aðeins 5 stigum frá Íslandsmetinu í opnum flokki! Verður spennandi að sjá hann keppa á Íslandsmeistaramótinu sem fer fram helgina 17-18 júlí.