Marín Aníta Hilmarsdóttir sigraði U18 flokk í Sveigboga Kvenna á Norðurlandameistaramóti Ungmenna sem var haldið 3. júlí. Mótið var að þessu sinni haldið sem fjarmót vegna heimsfaraldursins og var því undankeppnin sem skaraði úr sigurvegara. Voru 230 keppendur að keppa að þessu sinn og 19 voru frá Íslandi. Keppti Marín í fjölmennasta flokknum en það voru 27 stelpur sem kepptu í sveigboga U18
Úr neðsta sæti í það efsta
Marín sigraði því undankeppnina og tryggði sér gullið með skorið 633, U18 sveigbogaflokkurinn keppir á 60 metrum. Marín keppti í fyrsta sinn á NUM árið 2018 og var þá í neðstu sætunum, það er því frábær bæting á 3 árum hjá Marín! Hún bætti svo auðvitað nýtt met í U18 kvenna sveigboga. Verður spennandi að fylgjast með henni næstu 3 árin þegar Norðurlandameistaramótið verður aftur haldið með venjulegu sniði.
Nói og Oliver með ný Íslandsmet í U21 flokkum
Nói Barkarson setti nýtt met í U21 trissuboga á mótinu með 642 stig, en hann endaði í 6. sæti á NUM.
Oliver Ormar Ingvarsson setti nýtt met í U21 sveigboga með 593 stig og endaði í 5 sæti.
Nánari greinar um mótið er hægt að finna á archery.is