Æfingar fyrir fullorðna hefjast í næstu viku!

Bogfimifélagið Boginn mun nú bjóða upp á æfingar fyrir fullorðna eða 18 ára og eldri. Boginn hefur mikið verið að þróa ungmennastarf sitt og tökum við nú þá þekkingu til að þjálfa og hefja æfingar fyrir fullorðna.

Æfingarnar eru tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum frá 19:00 til 20:30. Valgerður Einars. Hjaltested sem hefur verið að þjálfa hjá Boganum síðastliðið ár verður að sjá um að þjálfa þennan hóp.

Skráningar fara fram á sportabler hér:
https://www.sportabler.com/shop/bfboginn

Getið séð helstu upplýsingar um æfingarnar einnig hér:
https://boginn.is/aefingar-fyrir-fullordna/