Ungmennadeild BFSÍ heldur áfram og stóðu ungmenni Bogans sig príðilega þennan mánuð eins og flest alla mánuði. Vert er að taka fram að alls tóku 22 ungmenni þátt í þessum mánuði þátt frá Boganum (það voru 27 alls á landinu) og bættu alls 5 sín hæðstu skor.
Marín með nýtt Íslandsmet í U18 og Sveigboga
Marín Aníta Hilmarsdóttir ríkjandi Íslandsmeistari setti nýtt íslandsmet í U18 flokki í sveigboga með 574 stigum. Er þetta seinasta árið sem hún keppir í U18 flokki og verður spennandi að fygjast með hversu langt hún nær að hækka metið.
4 ný liðamet
Þegar mörg efnileg ungmenni keppa hjá sama félagi eigum við von á nýjum liðametum og vorum við ekki vonsvikin eftir febrúar því sett voru 4 ný liðamet:
Marín Aníta og Halla Sól Þorbjörnsdóttir settu nýtt met í liðakeppni U18 sveigboga með 1103 stig.
Sara Sigurðardóttir og Nói Barkarson settu nýtt met í blandaðri liðakeppni (mixed team) U21 trissuboga með 1114 stigum.
Fanney Sara Gunnarsdóttir og Valur Einar Georgsson settu einnig nýtt met í blandaðri liðakeppni U16 sveigboga með 832 stig.
Bryndís Eva Harðardóttir og Adam Berg Gylfason settu nýtt met í blandaðri liðakeppni U16 trissuboga með 965 stig.
Frábær árangur hjá öllum þessum ungmennum þennan mánuð og eiga þau flott hrós skilið.