Íslandsmeistaramótið í opnum flokki fór fram á Víðistaðatúni helgina 18. og 19. ágúst. Á sunnudeginum var keppt í sveigboga við góðar aðstæður og áttu keppendur Bogans frábært mót með ný félagsliða Íslandsmet í bæði karla og kvenna flokki og einnig blandaðri liðakeppni (mixed team)!
Dagur Örn Fannarsson og Marín Aníta Hilmarsdóttir kepptu fyrir hönd BF Bogans í parakeppni og voru lang sterkust og tóku Íslandsmeistaratitilinn! Ekki nóg með það, þá settu þau Íslandsmetið í parakeppni (mixed team) bæði í opnum flokki og U21 með 1037 stigum. Sýnir að Boginn er með sterkt ungmennastarf og bjarta framtíð í þessu íþróttafólki.
Dagur Örn Fannarsson ríkjandi Íslandsmeistari innandyra átti frábært mót en átti mjög erfiðan keppinaut í gull medalíu keppninni. Haraldur Gústafsson frá Skotfélagi Austurlands (SKAUST) átti betur með 6-2 þar en náði Dagur silfur en var hann efstur í undankeppninni með 559 stig.
Tveir úr Boganum tókust á brons medalíuna í sveigboga karla. Margfaldur Íslandsmeistarinn Guðmundur Örn Guðjónsson (Gummi) og Oliver Ormar Ingvarsson kepptust um medalíuna en Gummi hafði betur 6-2.
Strákarnir úr Boganum, Dagur, Gummi og Oliver settu einnig nýtt Íslandsmet félagsliða fyrir BF Bogann með 1590 stigum.
Marín Aníta Hilmarsdóttir átti einnig erfiðan keppinaut í gull medalíu keppninni en Kelea Quinn náði gulli í æsi spennandi gull medalíu keppni sem endaði 6-4. Þrátt fyrir það náðu Marín, Astrid og Valgerður nýju félagsliðameti fyrir BF Bogann í sveigboga kvenna með 1109 stig.
Mælum með að fylgja nýju Instagram síðunni okkar hér:
https://www.instagram.com/bf_boginn/
Hægt er að sjá úrslitaleiki mótsins hér:
https://www.youtube.com/playlist?list=PLaH0UvIgk_yumjMMJ81PBWqlf6ce5vAtm
Einnig niðurstöðurnar í heild sinni hér:
https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7132