Oliver Ormar Ingvarsson með nýtt Íslandsmet í U21 sveigboga

Youth series maí 2020 kláraðist í liðni viku og voru margir nýir keppendur úr Boganum að taka þátt í yngri flokkunum en margir eru ennþá að halda sig heima vegna COVID.

Oliver Ormar í Boganum mætti hins vegar sterkur út úr heimsfaraldrinum og bætti aftur Íslandsmetið í undir 21 árs flokki í sveigboga með 555 stig af 600 mögulegum á 18 metrum. Er það bæting um 2 stig frá Íslandsmetinu sem Dagur Örn Fannarsson núverandi Íslandsmeistari í sveigboga átti, eða 553.

Ör fáir á Íslandi hafa náð slíkum árangri síðan íþróttin byrjaði og er það spennandi hvað bæði Dagur og Oliver ná Íslandsmetinu í undir 21 flokki hátt áður en þeir verða of gamlir og opinn flokkur tekur við.

Hægt er að sjá niðurstöður úr Youth Series maí 2020 hér:
https://www.ianseo.net/TourData/2020/7165/IC.php

Íslandsmetaskrá
https://bogfimi.is/islandsmetaskra-i-bogfimi/

Start a Conversation