Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á æfingaskipulagi Bogans hjá börnum og unglingum. Hægt er að sjá nýja æfingartöflu og nýja flokka hér á boginn.is/aefingar
Nýr 16-20 ára flokkur
Við viljum leggja áherslu á að krakkar á framhaldsskóla aldri geti stundað bogfimi eins og þeim hentar og höfum því gert nýjan flokk sem er fyrir byrjendur í bogfimi á aldrinum 16-20 ára. Sá flokkur æfir á mánudögum og miðvikudögum frá 19:00 til 20:30.
Einnig skiptist byrjendahópurinn okkar upp í krakka æfingar (8-12 ára) og svo U16 æfingar (13-15 ára) vegna mikillar eftirspurnar á síðustu önn viljum við skipta hópnum upp svo hægt verði að gefa betri þjálfun og að krakkarnir hafi meira gaman.
Þessar æfingar verða líka færðar á mánudaga og miðvikudaga í stað þriðjudaga og fimmtudaga eins og það hefur verið áður.
Tveir afrekshópar í U16 og U21
Til að styðja enn frekar við afreksfólk okkar höfum við bætt við öðrum afrekshóp fyrir U16 ára (13-15 ára). Þetta er gríðarlega mikilvægur aldur til að fá krakkana sem vilja ná árangri í að fara keppa og munu það vera okkar yngstu keppendur á mótum eins og Norðurlandameistaramóti Ungmenna. Þeir sem sýna áhuga á að vera í afrekshóp U16 er bent á að tala við sýna þjálfara en megin reglan er að s´ýna áhuga á að keppa á mótum og eiga sinn eigin búnað.
Skráningar í gegnum Sportabler
BF Boginn hefur nú tekið í noktun skráningarkerfið Sportabler sem sitt aðal skráningarkerfi. Héðan í frá fara greiðslur og skráningar innan félagsins í gegnum Sportabler og hægt er að skoða búðina okkar hér: sportabler.com/shop/bfboginn
Ef þið hafið spurningar ekki hika við að senda okkur á boginn@archery.is eða í gegnum Facebook síðuna okkar facebook.com/bfboginn/