Albert með Íslandsmet og Boginn með tvö liðamet á Indoor World Series desember!

Ríkjandi Íslandsmeistari utandyra Albert Ólafsson sló Íslandsmetið í 50+ masters karla í trissuboga á Indoor World Series núna um helgina. Mótið var haldið á netinu um allan heim og um 5000 keppendur voru skráðir til leiks og keppt var í trissuboga, sveigboga og berboga.

Albert með nýtt Íslandsmet í 50+ Masters

Albert sló metið með 563 stig og var gamla Íslandsmetið sem Rúnar Þór Gunnarsson átti 561. Verður gaman að sjá þá keppa í masters flokki í febrúar.

Tvö liðamet slegin í trissubogaflokki

Einnig voru slegin tvö liðamet í trissuboga bæði í kvenna og karla flokki. Í karlaflokki voru þeir Albert, Gummi og Nói Barkarsson sem slóu nýtt Íslandsmet með 1669 stig. Í kvennaflokki voru þær Ewa Ploszaj, Sara Sigurðardóttir og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir sem settu nýtt Íslandsmet með 1638 stig.

Efnileg á sýnu fyrsta móti og skemmtileg staðreynd

Vert er að skoða að Sara var að keppa á sýnu fyrsta móti og náði hún 544 stigum. Mjög efnileg aðeins 17 ára, eigum von á að sjá meira frá henni á næstu mótum framundan.

Skemmtileg staðreynd er að Astrid Daxböck var sú eina sem keppti í öllum þrem bogaflokkunum í heiminum!

Hægt er að sjá niðurstöður í mótinu hér:
https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7860
Einnig heildarniðurstöður mótsins hér:
https://worldarchery.org/competition/22962/december-indoor-archery-world-series-online#/