Nú hafa síðustu niðurstöður Ungmennadeildar Bogfimisamband Íslands 2020 verið birtar og var frábær þáttaka ungmenna frá Boganum sem tóku þátt þessa fjóra mánuði sem deildin stóð. Vill ég hrósa þeim sem tóku þátt, þrátt fyrir erfiðar aðstæður finnum við alltaf leiðir til að keppa og hafa gaman að íþróttinni okkar.
3 ný félagsliðamet
Keppendur Bogans slógu nokkur félagsliðamet í deildinni þau eru:
U18 Sveigboga Karla voru þeir Daníel Már Ægisson, Sigfús Björgvin Hilmarsson og Friðrik Ingi Hilmarsson sem tóku það í ágúst.
U18 Sveigboga Kvenna voru þær Marín Aníta Hilmarsdóttir, Halla Sól Þorbjörnsdóttir og Melissa Tanja Pampoulie sem tóku það í september.
U18 Trissuboga Kvenna voru þær Sara Sigurðardóttir, Freyja Dís Benediktsdóttir, Erna María Beck sem tóku metið í september.
Verður spennandi að sjá þessa flottu keppendur svo seinna á árinu á Íslandsmóti ungmenna.
Marín með nýtt Íslandsmet í U21 sveigboga kvenna!
Marín Aníta Hilmarsdóttir sló nýtt met í U21 sveigboga kvenna með 522 stig. Frábær árangur hjá henni árið 2020 með Íslandsmeistaratitil innadyra en hún er hvergi nærri hætt og stefnir hátt 2021.
Friðrik Ingi með nýtt met í U18 berboga
Friðrik Ingi Hilmarsson náði einnig flottum árangri í ungmennadeildinni og sló íslandsmetið í U18 berboga með 403 stig í september.
Ungmennadeildin framlengd vegna Covid
Vegna þess að Íslandsmót ungmenna verður frestað fram í október hefur BFSÍ ákveðið að framlengja ungmennadeildinni. Nú eru 4 mót í viðbót þar sem öll okkar ungmenni geta tekið þátt og keppt við landa sína frá mismunandi hornum landsins sem er mjög skemmtilegt. Hlakka til að sjá sem flesta taka þátt!
Gleðilegt nýtt ár frá stjórn BF Bogans!