Nói og Ewa Íslandsmeistarar í Trissuboga!

Íslandsmeistaramótið utandyra fór fram á Hamranesvelli í Hafnafirði um helgina og náðu keppendur Bogans miklum yfirburðum á mótinu. Mótið byrjaði á laugardegi og voru þá trissubogar og berbogar sem kepptu. Voru veðurskilirði mun betri en í fyrra og náði sólin smá að gægjast í gegnum skýjin þó það var mest megnis skýjað.

Nói Barkarson

Nói tekur nú Íslandsmeistaratitil utandyra

Nói Barkarson byrjaði vel á mótinu og var efstur í undankeppninni eftir 36 örvar en endaði svo í 3 sæti í undankeppninni með 652. Albert Ólafsson einnig úr Boganum og Íslandsmeistari 2020 endaði á því að vera efstur eftir 72 örvar með 663 stig.
Þeir mættust svo í loka bardaganum um gull medalíuna og hafði þar Nói betur með 136 á móti 127 hjá Albert

Hægt að horfa á gull medalíu keppnina hér
Ewa Ploszaj

Ewa vinnur í Trissuboga Kvenna

Ewa Ploszaj átti einnig frábært mót, endaði næst efst í undankeppninni með 647 en það var sama skor og Anna María Alfreðsdóttir náði en Anna María endaði með fleiri tíur og var því ofar en Ewa.
Það hafði hins vegar ekki áhrif á Ewu þegar þær mættust í úrslitum en baráttan var hörð og voru þær mjög jafnar allan leikinn. Ewa náði þó að halda forustu þegar Anna María datt aftur úr og endaði leikurinn 136-134 Ewu í hag. Náði þar með Ewa að hefna sín síðan í fyrra þegar Anna María hafði betur.

hægt að horfa á viðureign þeirra hér.
Freyja Dís

Freyja Dís með frábæra framistöðu á sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti

Freyja Dís Benediktsdóttir er aðeins 16 ára gömul og byrjaði að skjóta fyrir einu ári síðan náði að næla sér í brons medalíu eftir sigur á Astrid Daxböck í brons medalíukeppninni. Freyja byrjaði einnig mjög vel í undankeppninni og var efst eftir fyrstu tvær umferðirnar. Hún endaði í 5 sæti eftir 72 örvar með 591 stig. Hún mætti svo Astrid í brons keppni og eftir fyrstu umferðina var hún 3 stigum undir. En náði fljótt að vinna sig upp og endaði á að vinna 126 – 115. Frábær árangur hjá Freyju og hlökkum til að sjá hana þegar hún mætir næst innandyra í október.

BF Boginn með silvur í parakeppni

BF Boginn tók silvur í parakeppni eða mixed team trissuboga á laugardaginn, voru þau Ewa og Albert sem kepptu fyrir Bogann í úrslitum gegn ÍF Akur. Hafði þar Akur betur eftir spennandi keppni og vann 143-140.

Hægt er að sjá allar niðurstöður úr mótinu hér:
https://www.ianseo.net/Details.php?toId=8805