Slysatryggingar í íþróttum

Kópavogsbær er með tryggingu hjá VÍS sem felur í sér að öll börn undir 18 ára aldri sem taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi eða annarri skipulagðri félagsstarfsemi í Kópavogi eru slysatryggð.

Mikilvægt er þó að bæði félögin og foreldrar/forráðamenn geri sér grein í hverju þessi trygging felst. Til að skýra það betur fyrir öllum aðilum hefur Kópavogsbær tekið saman stutta samantekt með gagnlegum upplýsingum um tryggingar og tryggingaverndina sem ætti að skýra þetta betur (sjá skjal í viðhengi).

Við bendum á að til þess að virkja tryggingaverndina er nauðsynlegt að íþróttafélögin tilkynni slys til VÍS sem fyrst, eða í síðasta lagi innan árs frá slysi, að öðrum kosti er mál fyrnt og bótaskyldu hafnað.

Einnig bendum við á upplýsingar og eyðublöð á heimsíðu bæjarins undir neðangreindri slóð:

https://www.kopavogur.is/is/ibuar/ithrottir-utivist/slysatryggingar-i-ithrottum-og-tomstundum