Íslandsmeistaramót Ungmenna og Öldunga frestað

Bogfimisamband Íslands hefur nú frestað íslandsmeistaramóti ungmenna og öldunga fram í haust vegna Covid. Þetta er vegna óvissu um hvort gildandi reglugerð verði enn í gildi um að keppnishald verði ennþá bannað nú í febrúar og mars þegar mótin áttu að vera. Ásdís Lilja Hafþórsdóttir framkvæmdarstjóri Bogfimisambandsins segir í tilkynninguni að ef mótin yrðu haldin á næstunni þyrfti að gjör breyta fyrirkomulagi þess og sleppa t.d. útsláttarkeppni og gull medalíu keppni. Þess vegna vilja þau færa mótin seinni parts árs til að geta haldið venjulegt mót.

Ný dagsetning fyrir Íslandsmót Ungmenna innanhús er 30. og 31. Október

Ný dagsetning fyrir Íslandsmót Öldunga innanhús er 13. og 14. Nóvember.

Íslandsmeistaramótið innanhús í opnum flokki hefur ekki ennþá verið fært en það er skipulagt 27. og 28. mars, og á enn eftir að koma út hvort það verður fært eða þessi dagsetning haldist.

Hægt að sjá tilkynninguna frá Ásdísi hér:
https://bogfimi.is/2021/01/03/islandsmotum-ungmenna-og-oldunga-innanhuss-frestad/