Verkefni sem er áætlað að verði hluti af Ungmennalandsliðs/hæfileikamótunarhópnum (innifalið í æfingagjöldum)
- Æfingar fimm daga í viku allt árið + einkaþjálfunartímar, aðstaða og tengdur kostnaður Þrjú erlend utandyra landsliðsverkefni.
- Evrópubikarmótaröð Ungmenna mót 1 (almennt í apríl/maí)
- Norðurlandameistaramót Ungmenna (NUM)(almennt fyrstu helgi í júlí)
- Evrópubikarmótaröð Ungmenna mót 2 (almennt í júlí/ágúst)
Viðmið fyrir val í hópinn
Yfirþjálfari Bogfimifélagsins Bogans (BFB) sér um val í hópinn, en vinnur valið í samstarfi við aðra þjálfara félagsins. Tilgangur þessarar hæfileikamótunar er að móta (eða skapa) hæfileika, það tekur tíma og reynslu. Það eru engin
lágmörk eða skor sem þarf að ná til að komast inn í hópinn og engin sérstök markmið á árangri sem þarf að ná á mótum eða í öðrum verkefnum hópsins (frá hendi félagsins), annað en góð þátttaka a mótum og æfingum. Þeir sem
eru en á lægra getustigi í hópnum eru að taka þátt til að byggja upp reynslu sem er einnig nauðsynleg. Hraði þróunar íþróttamanna er jafn mismunandi og fólk er mismunandi. Við valið er m.a. horft til eftirfarandi atriða:
- Að aldur íþróttamanns sé 12-19 ára á árinu sem valið fer fram (m.v. fæðingarár).
- Íþróttamaður sé með fyrirmyndar hegðun/þroska og getur unnið með öðrum í hópnum.
- Íþróttamaður sé með mikla/reglubundna þátttöku á innlendum mótum.
- Æskilegt er að viðkomandi hafi tekið þátt í a.m.k. einu NM Ungmenna áður upp á reynslu.
- Núverandi getustig íþróttamanns og staða á búnaði hans er metið.
- Áætlað er að hámarki verði þrír valdir í hverri keppnisgrein/kyni í U18/U21 flokki (s.s. trissubogi kvenna U18)
Æfingaskipulag hópsins:
Viðmiðið er íþróttamaður sé að æfa um 15 klst í viku, af því séu a.m.k. 3 klst í viku með hópnum/þjálfara. Æfingaskipulag er sett upp með hverjum og einum einstaklingi í hópnum til að aðlagast skóla/vinnu/lífi þeirra. En markmiðið er að reyna að vera með æfingar fyrir allan hópinn saman eins mikið og mögulegt er hverju sinni. Það er mögulegt að setja æfingaskipulagið upp á ýmsa vegu til að aðlagast sem best öðrum þáttum í lífi íþróttamanna.
Markmið:
Langtíma markmiðið verkefnisins er að skapa íþróttafólk sem verður með þeim bestu í heimi. En í skammtímanum að aðstoða efnilegt ungt íþróttafólk með því að gefa þeim færi á því að upplifa „landsliðs lífstílinn“ og til þess að ná hámarks árangri á alþjóðlegum mótum ungmenna m.v. núverandi getustig. Til þess að ná því markmiði þarf að ná til íþróttamanna snemma á ferlinum og gefa þeim réttan stuðning. Boginn getur látið fylgja með kostnaðaráætlun starfsins sem er óformleg. Hún er aðeins til upplýsinga um hvað er áætlað að verði innifalið í æfingagjöldunum og hvað ekki, til skýringa. Boginn getur ekki ábyrgst að BFSÍ velji alltaf þá sem eru í BFB hópnum í öll landsliðsverkefni sem áætlað er að taka þátt í, en hingað til hafa allir í hópnum verið valdir og keppt í öllum þeim verkefnum sem áætluð voru.
Tímabil:
Tímabilið er 1 september til 31 ágúst hvert ár. Æfingagjöld eru 40.000.kr á mánuði en verður dreift á 3x 160.000.kr annir í Sportabler (Hverri önn er hægt að skipta greiðslu í fjóra hluta m.a. svo að mögulegt sé að nýta frístundastyrki)
Valið er í byrjun hvers tímabils. Ekki er mögulegt að byrja á miðju tímabili. Íþróttamaður getur hætt í hæfileikamótun án fyrirvara og án ástæðu með því að láta vita, en getur þá ekki byrjað aftur fyrr en á næsta tímabili. BFB getur dregið valið til baka ef ástæða er til (t.d. vantar upp á þroska). Gjöld sem hafa verið greidd verða ekki endurgreidd af BFB.