Grunnnámskeið í Bogfimi

Langar þig að læra, æfa og keppa í bogfimi?
Bogfimifélagið Boginn býður upp á grunnnámskeið fyrir fullorðna í ágúst og september! 🙂

Þú lærir á námskeiðinu grunn- og öryggisatriði í bogfimi, grunninn á sveigboga og trissuboga, stigaskorun, keppnisreglur o.fl.

Október-námskeið (FULLT):
Dagana: 8., 10., 15., 17., 22. og 24. október 2024

Nóvember-námskeið
Dagana: 5., 7., 12., 14., 19. og 21. nóvember 2024

Desember-námskeið
Dagana: 3., 5., 10., 12., 17. og 19. desember 2024

Janúar-námskeið
Dagana: 7., 9., 14., 16., 21. og 23. janúar 2024

Grunnnámskeiðið er í 6 skipti á þriðjudag og fimmtudag
kl 18:00-19:00
Hvar: Bogfimisetrið, Dugguvogi 42, 104 Reykjavík.
Verð: 30.000kr
(Eitt mánaðarkort fylgir með námskeiðið)

Hámark á námskeiðin eru 4 og 18 ára aldurstakmark.

Skráningin fer fram í á sportabler
Skráning

Klæðnaður: Bogfimi er íþrótt. Endilega reynum að koma í íþróttaskóm og þæginlegum fatnaði. Ekki vera í flaksandi fatnaði eða opnum skóm til þess að gæta öryggis. T.d. að vera í aðskorum stuttermabolum til að draga úr líkum á að klæðnaður trufli sveiflu bogastrengs þegar ör er skotið.
Sítt hár endilega haft í tagli eða/og spennur í síðum toppi.
Gott er að mæta um 10-15 mín fyrir tímann svo að það er hægt að byrja tímanlega.