Félagsgjöld

Hægt er nú að greiða fyrir félagsgjöld fyrir árið 2022

Félagsgjaldið er: 6.500 kr.

Greiðslur og skráningar fara allar í gegnum Nóra skráningarkerfið. Hér er það helsta sem þarf að hafa í huga um félagsgjöld:

  • Tímabil félagsgjaldsins er 1. janúar til 31. desember.
  • Til að keppa fyrir hönd félagsins hvort sem það er á innanfélagsmótum eða á mótum á vegum BFSÍ þarf að vera búið að greiða félagsgjöld fyrir það ár. Mælum því með að greiða félagsgjöldin sem fyrst eða í janúar áður en t.d. innandyramótin hefjast.
  • Til að kaupa bogfimibúnað þarf að vera í bogfimifélagi og því er mikilvægt að klára að greiða félagsgjöldin áður en farið er í búnaðarkaup.
  • Einnig er hægt að greiða 15.000 kr. fyrir félagsgjöld en þá er innifalið að skjóta á mánudögum í klukkutíma frá 19 til 20 í hverri viku í Bogfimisetrinu. (Búnaður er ekki innifalinn)