Einkatímar

Einkatímar eru fyrir einstaklinga sem eru á æfingum hjá BF Boganum en sem vilja fá meiri/ítarlegri þjálfun.

Frábært að nota einkatíma til þess að fá aðstoða við að velja, breyta og stilla búnað. Ásamt því að vinna í hlutum í formi og tækni sem eiga mest við fyrir þann einstakling.

Einkatímar eru keyptir sér fyrir þá sem vilja.

  • 1 einkatími = 4.000 kr.
  • 12 einkatímar = 40.000 kr.

hvað eru einkatímar og HVERNIG FARA þeir FRAM?

Einkatímar þarf að bóka fyrirfram í gegnum boginn@archery.is og eru 45-50 mínútur. Boðið er upp á einkatíma flesta föstudaga frá 14:00-20:00.

Annað hvort koma einstaklingar með ósk um að fá aðstoð við að vinna í ákveðnum hlut/atriði, sem dæmi sleppingu eða stillingu á búnaði o.sv.frv. Eða einstaklingar biðja um að fá mat þjálfarans á því hvaða atriði ætti helst að bæta.

Ef um form og tækni atriði er að ræða metur þjálfarinn stöðu og bestu leið til að bæta atriðið og kennir æfingar/aðferðir til að bæta atriðið. Þær æfingar/aðferðir gerir nemandinn og kemur svo aftur í einkatíma síðar þar sem staðan er metin aftur og framhald ákveðið. Oftast er best að gera æfingarnar/aðferðir í viku til mánuð áður en komið er aftur í einkatíma.

Ef um stillingar á búnaði er að ræða er hægt að fá þjálfarinn til þess að kenna viðkomandi einstaklingi hvernig á að gera viðkomandi stillingar, eða hægt er að biðja þjálfarann um að stilla búnaðinn fyrir/með einstaklingnum.