Author: Ragnar Smári Jónasson

Endurmenntun þjálfara BF Bogans

Tim Swane þjálfarakennari heimssambandsins hélt námskeið 13-18 ágúst fyrir þjálfara BF Bogans. Tim tók þátt í öllum þátttum starfi félagsins og gaf ráð og tillögur að breytingum og uppfærslum, ásamt því að taka alla þjálfara félagsins í “lærlings kennslu” 1on1.

Tim tók þátt í: sumarnámskeiðum, ungmenna æfingum og fullorðins æfingum félagsins á tímabilinu. Þar sem hann gaf þjálfurum félagsins endurgjöf á hvernig þeir sinntu þjálfun á námskeiðum/æfingum, hann kom inn á skipulag og rekstur æfinga, ásamt innihaldi æfinga og breytingum sem væri hægt að gera til að þróa æfingar/námskeið lengra í framtíðinni fyrir iðkendur. Síðustu tveir dagar námskeiðsins fóru í að vinna 1on1 með þjálfurum félagsins með íþróttafólki sem þeir eru að þjálfa í “lærlings” formi. Í öllum tilfellum var þjálfarakennari WA ekki að þjálfa íþróttafólk sjálfur, heldur að þjálfa þjálfara félagsins sem lærlinga í því að sinna íþróttafólki félagsins og starfinu betur.

Endurgjöf þjálfara og íþróttafólks félagsins var mjög jákvæð og þeim fannst mikið gagn af námskeiðinu og reynslunni. Það var einnig greinilegt á æfingum eftir heimsóknina að sjálfstraust þjálfarana hafði hækkað mikið.

Aldur þjálfara félagsins er ungur og flestir þjálfarar Bogans sem sátu námskeiðið voru á aldrinum 18-23 ára og að meiri hluta konur.

Markmiðið námskeiðsins var að styrkja allt starf félagsins og sérstaklega praktíska reynslu þjálfara félagsins. Þeir sem munu njóta góðs af þessu eru allir iðkendur félagsins. (En mest yngri stúlkur og þeir sem falla undir hinsegin fánann. En það er ekki sérstaklega markmið verkefnisins að miða á þá hópa í þessu verkefni, meira bara heppileg aukaverkun af því að félagið miðar almennt mikið á jaðarhópa og er með óvenjulega hátt hlutfall kvk og hinsegin á æfingum og sem þjálfara.)

Þjálfaranámskeið í bogfimi almennt eru sett upp mest sem kennsla, sem tekur lítið á praktískri þjálfun eins og maður myndi gera í raunverulegu starfi sem þjálfari. Því eru margir þjálfarar sem hafa lokið námskeiðum sem hafa grunn þekkinguna á flestu, en skortir reynslu og sjálfstraust til að beita þeirri þekkingu í verki á æfingum og beita henni rétt.

Þetta „lærlings“ þjálfaranámskeið er því viðbót við þjálfaranámskeið heimssambandsins World Archery (WA). Verkefninu var stillt upp fyrir rúmu ári síðan af íþróttastjóra BFSÍ (WACL3) og Tim Swane sem er þjálfarakennari World Archery (WACL2/WACTL2), eftir að ráðfært sig við þróunarstjóra heimssambandsins.

Námskeiðið var sett upp eins og lærlings prógram sem viðbót fyrir þá sem höfðu lokið WA L1 og WA L2 alþjóðlegum þjálfararéttindum.  Þjálfarakennari WA er að þjálfa þjálfarana á meðan þeir eru að vinna við þjálfun íþróttafólks. Það mun byggir upp praktíska starfsreynslu nýrra þjálfara til þess að þeir verði afkastameiri í sínum störfum, byggir upp sjálfstraust þeirra á sinni þekkingu og beiti sér og þekkingu sinni rétt. Á sama tíma og það gefur tækifæri til þess að fylla í göt í þekkingu þeirra sem gætu verið til staðar.

Þetta var fyrsta námskeið sinnar tegundar á Íslandi (og í heiminum eftir því sem best er vitað). Miðað við endurgjöf og reynslu sem myndaðist á þessu námskeiði þá talað Tim um að það sé líklegt að partur af hugmyndafræði þessara “lærlings” námskeiða verði bætt við alþjóðlegu þjálfaranámskeið WA í framtíðinni eða sem sér viðbótarnámskeið eins og það sem haldið var núna. Mögulegt er að BFSÍ bjóði upp á sambærileg námskeið fyrir önnur félög á Íslandi, en mögulega í öðru formi út frá reynslu sem myndaðist á þessu námskeiði og sem gætu hentað minni félögum betur. En reynslan sem safnaðist á námskeiðinu var ómetanleg, bæði þegar horft er til starfsemi BF Bogans og mögulegrar uppbyggingar íþróttarinnar almennt á Íslandi.