Áhugamannadeild Bogans

Langar þig að keppa á móti öðru bogfimifólki sem er á sama stigi og þú? Bogfimifélagið Boginn kynnir Áhugamannadeild Bogans!

Þessi skemmtilega deild er aðeins til að hafa gaman, og hún er sára einföld og best af öllu kostar ekkert til viðbótar að taka þátt í deildinni! (aðeins þarf að greiða fyrir tímagjaldið í Bogfimisetrinu fyrir þá sem eru ekki þegar með mánaðarkort eða slíkt).

Hvernig tekurðu þátt?

  1. Hægt er að taka skorið í Bogfimisetrinu þegar þér hentar. Mundu að panta tíma fyrst. (fyrir þá sem þekkja ekki til er hægt er að gera það hér: https://bogfimisetrid.is/setrid/ hálftími ætti að vera nóg fyrir flesta en betra að taka klukktíma)
  2. Hægt er að skrá sig í áhugamannadeildina með því að skila inn útfylltu undirrituðu skorblaði eða með því að skrá sig í gegnum Nóra skráningarkerfið hér: https://boginn.felog.is/
    (eða ýtir á flotta hnappinn hérna uppi)
  3. Því næst þegar þú ert komin/n í Bogfimisetrið tekur þú skorblaðið sem er merkt “Áhugamannadeild Bogans” í afgreiðslunni. Þar fyllir þú út nafn og kennitölu og tekur með á brautina þína.
  4. Þá ferðu að skjóta og fyllir út skorblaðið.
  5. Þegar þú hefur klárað að fylla út í blaðið og passa verður að allir dálkar séu fylltir, svo skrifar þú undir sem keppandi
  6. Þá ertu búinn að keppa! skila þarf svo skorblaðinu aftur í afgreiðsluna í Bogfimisetrinu.
  7. Hvernig fylgistu með deildinni? þú getur séð niðurstöður allra sem taka þátt í deildinni hér: https://www.ianseo.net/TourList.php?Year=2021&countryid=ISL&comptime=&timeType=utc
  8. Í enda hvers mánaðar er dreginn úr handhófi einn vinningshafi sem getur unnið veglega vinninga sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. Dregið er í hverjum mánuði og eykur þú líkurnar að þú vinnir með því að taka meira þátt!

Vinningar og vinningshafar

Dregið er í hverjum mánuði einn einstakling sem keppti í áhugamannadeildinni í þeim mánuði úr handhófi og er hægt að vinna til veglegra vinninga. Skoðið hér fyrir neðan vinninga þessa mánaðar og fyrri vinningshafa.