Ragnar Smári Jónasson þjálfari hjá Bogfimifélaginu Boganum tók þátt í þjálfararáðstefnu Alþjóðabogfimisambandsins World Archery í Ólympíuborginni Lausanne í Sviss.
Tilgangur ráðstefnunnar er að gefa þjálfurum með alþjóðleg þjálfararéttindi færi á því að hittast, ræða nýjustu aðferðafræði, tækni, að læra af hver öðrum og fordæmum frá öðrum löndum. Einnig var farið yfir upprifjun á grunn atriðum eins og til dæmis næringarfræði og stoðkerfisfræði. Líka var kynntar nýjungar í íþróttinni eins og til dæmis forrit með AI sem aðstoðar þjálfara í sínum störfum og skemmtilegt nýtt app sem gerir íþróttafólki kleift að taka leik við annað íþróttafólk alstaðar að úr heiminum í gegnum netið.
Ráðstefnan hefur verið haldin á 2 ára fresti hingað til, en útlit fyrir að alþjóðasambandið hyggist breyta því í árlegann viðburð í framtíðinni, þar sem hann hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir þjálfara að miðla reynslu og mynda tengslanet út fyrir sína landssteina
Ragnar lærði mikið af ferðinni. 😁👍