Afrekssjóður Kópavogs

Markmið sjóðsins eru:

a) Að veita afreksíþróttafólki í íþróttafélögum í Kópavogi fjárhagslegan styrk vegna æfinga og/eða keppni, og þannig búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína.

b) Að veita afreksíþróttafólki styrk sem á lögheimili í Kópavogi en getur ekki stundað sína íþrótt í bæjarfélaginu.

Allar umsóknir skal senda í gegnum þjónustugátt Kópavogs á www.kopavogur.is. En eingöngu er tekið á móti rafrænum umsóknum.

Iðkendur þurfa sjálfir að sækja um styrkinn, en félagið getur aðstoðað þá sem vilja sækja um í sjóðinn.

Opið er fyrir umsóknir frá og með 30. nóvember á hverju ári (almennt) .

Styrk upphæðir eru mismunandi en almennt á bilinu 0-300.000.kr eftir atvikum, árangri og áætlun íþróttamanns.

Hér er hægt að finna eldri reglur um afrekssjóð Kópavogs, nýjustu útgáfu er hægt að finna á kopavogur.is