Ella Gibson og Grace Chappell með námskeið fyrir stelpur og þjálfara

Ella Gibson og Grace Chappell voru hér á landi í viku með fræðslu fyrir þjálfara, stelpur og jaðarhópa í félaginu í Bogfimifélaginu Boganum. Ella er hæst kvenna á heimslista í sinni grein og Grace er liðsmaður hennar sem er einnig fötluð, báðar eru þær í Breska landsliðinu.

Fyrirlesturinn (vinnubúðir) sem Ella og Grace voru með fyrir félagið á föstudaginn var sérstaklega vinsæll og endaði á því að vera rúmum klukkutíma lengri en áætlað var. Margar spurningar bárust úr salnum bæði frá iðkendum og þjálfurum, sem var óvenjulegt þar sem að stór hluti fólks í íþróttinni eru almennt innhverfir og/eða feimnir. Fyrirlesturinn var miðaður mest á stelpur, kynsegin, transfólk sem eru í sömu keppnisgrein og svo þjálfara almennt í íþróttinni.

Ella og Grace fjölluðu um sína sögu og reynslu í íþróttinni, bæði sem afreksíþróttafólk, í félagsstarfi og sem konur. Þær fjölluðu sérstaklega um andleg atriði bæði tengt íþróttinni og lífinu, og atriði sem tengjast líffræði kvenna og hvernig það hefur áhrif á íþróttaiðkun. Upplifun kvenna í íþróttinni í alþjóðlega og hvernig þær hafa tekist á við áskoranir sem herja meira á konur, t.d. jákvæða líkamsmynd, hvernig á að takast á við óviðeigandi skilaboð á samfélagsmiðlum og fleira. Grace kom einnig með sjónarhorn fatlaðs íþróttamanns, þar sem að hún byrjaði í íþróttinni í fatlaðra flokkum.

Á laugardeginum voru Ella og Grace með einstaklings ráðgjöf fyrir 20 útvalda í um 10 klukkutíma, þar sem að iðkendur og þjálfara gátu spurt spurninga og ráða um hvað sem lá þeim á hjarta í einrúmi. Talið er líklegt að þessi einstaklings ráðgjöf muni skila miklum árangri fyrir þá sem tóku þátt í því og skilja eftir langtíma jákvæð áhrif á þá einstaklinga.

Ella og Grace fannst jákvætt að konur og hinsegin fólk upplifa engan mun á milli kynja hvorki innan félagsins né í íþróttinni í heild sinni á Íslandi. Hvort sem fólk var spurt í hópum eða í einrúmi, sem er langt frá því að vera „normið“ alþjóðlega. Þeim fannst líka óvenjulegt að karlar í félaginu voru 100% sáttir við að tapa fyrir konum þegar keppt er kynlaust.

Ella og Grace tóku einnig þátt í æfingum félagsins á fimmtudeginum, og Ella tók þátt á æfingum á mánudeginum, en Grace datt á Þingvöllum og þurfti að eyða seinni parti mánudags á sjúkrahúsinu að láta kíkja á fingur.

Utan þeirra tíma sem Ella og Grace eyddu í bogfimi tengdum atriðum tóku stelpur í félaginu það að sér að sýna þeim Ísland. Ein fór með þær gullna hringinn, önnur fór með þær í Lava show, önnur fór með þær í perluna og bláa lónið, og ýmislegt fleira. Þetta gaf þeim meira tækifæri á því að kynnast Ella og Grace, og heyra sögur úr þeirra lífi.

BF Boginn bauð einnig öðrum félögum innan BFSÍ að taka þátt í verkefninu að hluta, svo að sem flestir gætu notið góðs af verkefninu og bæta samstarf milli félaga.

BFSÍ sá um meirihluta undirbúnings, skipulag og samskipti við sérfræðingana fyrir verkefnið fyrir BF Bogann og BF Boginn tók svo að sér að klára skipulag

Á heildina litið náði verkefnið mjög góðum árangri og mikill áhugi fyrir fleiri svona verkefnum í framtíðinni. Sjáanlegt var að sjálfstraust margra jókst við það að fá endurgjöf frá þekktasta íþróttfólki í sinni keppnisgrein. Þetta voru gríðarlega jákvæðar fyrirmyndir fyrir ungmenni og þjálfara í félaginu að hitta og læra af.