Sumarnámskeið 2025


Sumarnámskeið í bogfimi fyrir 10-12 ára og 13-17 ára

Bogfimifélagið Boginn býður upp á sumarnámskeið fyrir börn og unglinga í sumar. Námskeiðin verða haldin í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2, 104 Reykjavík. 

Bogfimi er vaxandi íþrótt á Íslandi og er þetta námskeið tilvalið fyrir börn sem vilja komast inn í íþróttina eða prufa hvernig er að skjóta boga og hitta í 10! Kennd verður helsta tækni við að skjóta af boga, taka þátt í keppnum og hafa gaman 🙂

Námskeiðinu er skipt í tvo aldurshópa sem eru á sama tíma en þeir eru sér, og skipt upp svo krakkarnir geta verið að skjóta með sínum aldurshóp. 10-12 ára (2015-2013) og 13-17 ára (2012-2008).

Hægt er að skrá fyrir og eftir hádegi:

Fyrir hádegi: 09:30 til 12:00 (húsið opnar 09:00)

Eftir hádegi: 13:00 til 15:30 (hægt að koma kl. 12)

Verð: 

5 daga námskeið: 15.000 kr.
4 daga námskeið: 12.500 kr.

Systkinaafsláttur er 10%. 

Námskeið dagsetningar

Júní:

1. námskeið: 10. – 13. júní (4 dagar)

2. námskeið: 16. – 20. júní (4 dagar)

3. námskeið: 23. – 27. júní

Ágúst:

4. námskeið: 5. – 8. ágúst (4 dagar)

5. námskeið: 11. – 15. ágúst

Skráning á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/bfboginn