Þetta er tilraunaverkefni hjá Boganum sem hófst 2025 þar sem keppendur sem eru að ná árangri fyrir BF Bogann á Íslandsmótum geta sótt um styrk á móti keppnisgjöldum Íslandsmóta ef þeir ná árangri fyrir félagið. Þetta er aðeins styrkur sem er hægt að sækja um vegna Íslandsmeistaramóta.
Óljóst er hvort að BF Boginn muni hafa efni á því til lengdar að viðhalda þessum styrk og mun fara eftir því hvað vinsæll hann er. En tilgangur hans er að mestu miðaður á efnaminni einstaklinga og börn sem eiga erfitt með að taka þátt í Íslandsmótum vegna kostnaðar. En umsóknin er opin öllum sem vilja nota sér styrkinn að svo stöddu og verður metið í framtíðinni út frá fjölda umsókna hvort að það þurfi að setja frekari hamlanir á hverjir geta sótt um styrkinn (svo að hann berist til þeirra sem þurfa mest á honum að halda).
Boginn fer yfir allar umsóknir í hverjum mánuði, og þú hefur 12 mánuði eftir mótið til að senda inn umsókn annars er það ógilt.
Það sem þú þarft að gera til að meiga fylla inn þetta skjal er:
- Ef þú ert hæsta skorandi liðið frá BF Boganum í undankeppni þá mun Boginn endurgreiða keppnisgjöld fyrir það mót sem var unnið.
- Ef ÍF Akur er í fyrsta sæti eftir undankeppni og Boginn er í öðru sæti, þá getur Boginn ennþá fengið endurgreitt. Þessi endurgreiðsla er bara fyrir þá sem eru í BF Boganum.
- En ef það eru tvö lið frá Boganum þá getur bara eitt lið sem fær endurgreitt, hærra skorandi liðið.
https://forms.gle/RP2qQ9Ud4eve841w8
Eins og sést hér undir þá eru þrjú lið frá BF Boganum, bara efta liðið fær keppnisgjöldin greitt til baka ef þau fylla út formið