Barna- og ungmenna æfingar

Barna- og ungmenna æfingar

Æfingar í bogfimi fyrir börn og ungmenni sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni, skemmtilegar og líflegar æfingar þar sem við einbeitum okkur að hafa gaman að skjóta úr boga.

Tímatafla

FlokkurÆfingatímarVerð á önn
10-12 ára (2013-2015)mánudagar - 16:30-17:30
miðvikudagar - 16:30-17:30
50.000 kr.
13-15 ára (2012-2010)mánudagar - 16:30-17:30
miðvikudagar - 16:30-17:30
50.000 kr.
16-20 ára (2009-2005)þriðjudagar - 18:30-20:30
fimmtudagar - 18:30-20:30
50.000 kr.

Tímabil æfinga 

Tímabilin skiptast í 3 annir á ári:

– Vor Önn: 6. janúar til 30. apríl

– Sumar Önn: 1. maí til 31. ágúst

– Haust Önn: 1. september til 22. desember

Prufutímar

Fyrir krakka sem eru að koma á sínar fyrstu æfingar eða vilja prófa og sjá hvort bogfimi sé eitthvað sem hentar þeim bjóðum við upp á æfingartíma á undan venjulegum æfingartímum til að við getum farið betur yfir öryggisreglur og helstu tækni til að komast af stað.

Það þarf ekki að vera búið að skrá á æfingarnar til að mæta í prufutímanna heldur eru þeir opnir þeim sem vilja koma prófa og mælum með að mæta í tvo prufutíma áður en það er skráð til að kynnast og krakkarnir geta svo í framhaldi mætt á venjulegu æfingarnar ef þau vilja

Um æfingarnar

Velkomin í Bogfimifélagið Bogann! Við bjóðum upp á æfingar í bogfimi fyrir öll færnistig, frá byrjendum til reyndra bogmanna.

Hægt er að sjá æfingaskipulag hér fyrir ofan. Við útvegum allan nauðsynlegan búnað en þér er velkomið að koma með þinn eigin ef þú átt hann. Skráningar fara fram á Sportabler verslun okkar sem hægt er að fara á hér fyrir ofan. Hægt er að greiða með frístundastyrknum á öllum æfingum sem við erum með fyrir krakka yngri en 18 ára.

Æfingar fara fram í Bogfimisetrinu, Dugguvogi 2, Reykjavík. Bogfimisetrið er opið á öllum dögum frá 14-21 og fyrir yfir 16 ára er hægt að skrá sig einnig með mánaðarkort í bogfimisetrinu til að mæta utan æfinga og skjóta (fyrir undir 16 ára þarf að fá leyfi frá þjálfurum og starfsfólki Bogfimisetursins).

Ef þú hefur spurningar endilega sendu okkur skilaboð á Facebook síðu okkar eða sendu okkur email á: boginn@archery.is