-
Fundarsetning.
Formaður félagsins setur fundinn og sér um kosningu fundarstjóra og fundarritara.
-
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Tillaga um Guðmund Örn Guðjónsson sem fundarstjóra og Valgerði E. Hjaltested sem fundarritara. Engin önnur framboð bárust og þau voru kjörin einróma
-
Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
Formaður félagsins leggur fyrir og gefur stutta kynningu á ársskýrslu félagsins. Fundarstjóri opnaði fyrir orðið, en engin kvað sér orðið.
-
Lagðir fram ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.
Gjaldkeri félagsins leggur fyrir og gefur stutta kynningu á ársreikningi félagsins á liðnu ári.
Fundarstjóri gefur orðið laust um ársreiknanna. Engin vildi taka orðið.
Ársreikningarnir voru samþykktir einróma.
-
Nefndir gefa skýrslur og umræður um þær.
Engar nefndir eru starfandi og því farið í næsta lið.
-
Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
Formaður félagsins leggur fyrir fjárhagsáætlun næsta starfsárs fyrir hönd stjórnar. Fundarstjóri gefur orðið laust. Engar athugasemdir bárust við fjárhagsáætlun.
-
Lagabreytingar ef fyrir liggja.
Ein lagabreytingar tillaga liggur fyrir frá stjórn félagsins
Breyting á eftirfarandi setningu í 6.gr laga félagsins:
“Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund.”
Breytingartillagan er að setningunni verði breytt í:
“Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum og framboð skulu hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund.”
Fundarstjóri opnar fyrir orðið. Engar athugasemdir bárust.
Lagabreyting var samþykkt einróma.
-
Kosin stjórn.
Formaður kosinn til tveggja ára Oliver Ormar Ingvarsson formaður var kjörinn á aðalfundi 2023 til tveggja ára og á því eitt ár eftir af sínu kjörtímabili og því ekki kosið um formann á þessum aðalfundi.
-
Kosnir tveir meðstjórnendur í stjórn til tveggja ára.
Framboð til meðstjórnenda til tveggja ára:
Astrid Daxböck
Ragnar Smári Jónasson
Engin önnur framboð bárust.
Þau voru kjörin einróma.
Valgerður Einarsdóttir Hjaltested, Dagur Fannarsson meðstjórnendur voru kjörin á síðasta aðalfundi til tveggja ára og eiga því eitt ár eftir af sínu kjörtímabili.
-
Kosnir tveir varamenn í stjórn til eins árs
Framboð til varamanna:
Marín Aníta Hilmarsdóttir
Heba Róbertsdóttir
Engin önnur framboð bárust.
Þau voru kjörin einróma.
-
Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga til eins árs
Framboð til skoðunarmanna reikninga:
Guðmundur Örn Guðjónsson
Aldís Stefánsdóttir
Engin önnur framboð bárust.
Þau voru kjörin einróma.
-
-
Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
Engar aðrar tillögur hafa borist stjórn og því farið í næsta lið.
-
Önnur mál.
Umræða varaformanns um pizzu á aðalfundum, en ekkert markvert til að setja í fundargerð. Engin annar bað um orðið. Fundarstjóri gefur orðið til formanns að slíta aðalfundinum.
-
Fundarslit.
Formaður slítur aðalfundinum kl: 21:42
Aðalfundur 2025
3/16/2025