Aðalfundur 2025

3/16/2025

  1. Fundarsetning.

    Formaður félagsins setur fundinn og sér um kosningu fundarstjóra og fundarritara.

  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

    Tillaga um Guðmund Örn Guðjónsson sem fundarstjóra og Valgerði E. Hjaltested sem fundarritara. Engin önnur framboð bárust og þau voru kjörin einróma

  3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.

    Formaður félagsins leggur fyrir og gefur stutta kynningu á ársskýrslu félagsins. Fundarstjóri opnaði fyrir orðið, en engin kvað sér orðið.

  4. Lagðir fram ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.

    Gjaldkeri félagsins leggur fyrir og gefur stutta kynningu á ársreikningi félagsins á liðnu ári.

    Fundarstjóri gefur orðið laust um ársreiknanna. Engin vildi taka orðið.

    Ársreikningarnir voru samþykktir einróma.

  5. Nefndir gefa skýrslur og umræður um þær.

    Engar nefndir eru starfandi og því farið í næsta lið.

  6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

    Formaður félagsins leggur fyrir fjárhagsáætlun næsta starfsárs fyrir hönd stjórnar. Fundarstjóri gefur orðið laust. Engar athugasemdir bárust við fjárhagsáætlun.

  7. Lagabreytingar ef fyrir liggja.

    Ein lagabreytingar tillaga liggur fyrir frá stjórn félagsins

    Breyting á eftirfarandi setningu í 6.gr laga félagsins:

    “Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund.”

    Breytingartillagan er að setningunni verði breytt í:

    “Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum og framboð skulu hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund.”

    Fundarstjóri opnar fyrir orðið. Engar athugasemdir bárust.

    Lagabreyting var samþykkt einróma.

  8. Kosin stjórn.

    Formaður kosinn til tveggja ára Oliver Ormar Ingvarsson formaður var kjörinn á aðalfundi 2023 til tveggja ára og á því eitt ár eftir af sínu kjörtímabili og því ekki kosið um formann á þessum aðalfundi.

    • Kosnir tveir meðstjórnendur í stjórn til tveggja ára.

      Framboð til meðstjórnenda til tveggja ára:

      Astrid Daxböck

      Ragnar Smári Jónasson

      Engin önnur framboð bárust.

      Þau voru kjörin einróma.

      Valgerður Einarsdóttir Hjaltested, Dagur Fannarsson meðstjórnendur voru kjörin á síðasta aðalfundi til tveggja ára og eiga því eitt ár eftir af sínu kjörtímabili.

    • Kosnir tveir varamenn í stjórn til eins árs

      Framboð til varamanna:

      Marín Aníta Hilmarsdóttir

      Heba Róbertsdóttir

      Engin önnur framboð bárust.

      Þau voru kjörin einróma.

    • Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga til eins árs

      Framboð til skoðunarmanna reikninga:

      Guðmundur Örn Guðjónsson

      Aldís Stefánsdóttir

      Engin önnur framboð bárust.

      Þau voru kjörin einróma.

  9. Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.

    Engar aðrar tillögur hafa borist stjórn og því farið í næsta lið.

  10. Önnur mál.

    Umræða varaformanns um pizzu á aðalfundum, en ekkert markvert til að setja í fundargerð. Engin annar bað um orðið. Fundarstjóri gefur orðið til formanns að slíta aðalfundinum.

  11. Fundarslit.

    Formaður slítur aðalfundinum kl: 21:42