-
Fundarsetning.
Formaður félagsins setur fundinn og sér um kosningu fundarstjóra og fundarritara.
-
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Tillaga um Guðmund Örn Guðjónsson sem fundarstjóra og Valgerði E. Hjaltested sem fundarritara. Engin önnur framboð bárust og kjör þeirra samþykkt með lófaklappi félagsmanna.
-
Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
Formaður félagsins leggur fyrir og gefur stutta kynningu á ársskýrslu félagsins. Fundarstjóri opnar fyrir umsagnir, engar berast og því haldið í næsta lið.
-
Lagðir fram ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.
Gjaldkeri félagsins leggur fyrir og gefur stutta kynningu á ársreikningi félagsins á liðnu ári. Fundarstjóri opnar fyrir umsagnir, engar berast og því haldið í kosningar.
Ársreikningar félagsins eru samþykktir einróma.
-
Nefndir gefa skýrslur og umræður um þær.
Engar nefndir eru starfandi og því farið í næsta lið.
-
Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
Stjórn félagsins leggur fyrir fjárhagsáætlun næsta starfsárs. Fundarstjóri gefur laust orðið og óskar eftir athugasemdum um fjárhagsáætlun stjórnar fyrir komandi ár, enginn kveður sér máls og því haldið í næsta lið.
-
Lagabreytingar ef fyrir liggja.
Lagabreytingartillögur stjórnar lagðar fyrir og kynntar af formanni stjórnar. Í stuttu máli að mestu um að ræða áframhaldandi tiltekt í lögum tengt góðum stjórnháttum og slíku. Fundarstjóri opnar fyrir orðið tengt fyrirhuguðum breytingum, en enginn kveður sér máls. Fundarstjóri leggur því breytt lög félagsins í heild sinni fyrir til samþykktar (2/3 hluta samþykki þarf).
Lagabreytingartillögurnar eru samþykktar einróma. Engar aðrar lagabreytingartillögur liggja fyrir og því haldið í næsta lið.
-
Kosin stjórn.
-
a. Kosinn formaður til 2 ára
Framboð til formanns:
Oliver Ormar Ingvarsson
Formaður er kjörinn einróma.
-
b. Kosnir tveir meðstjórnendur til 2 ára
Framboð til meðstjórnenda:
Valgerður E. Hjaltested
Dagur Örn Fannarsson
Meðstjórnendur eru kjörnir einróma.
-
c. Kosnir tveir varamenn í stjórn til eins árs
Framboð til varamanna:
Halla Sól Þorbjörnsdóttir
Heba Róbertsdóttir
Varamenn eru kjörnir einróma.
-
d. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga til eins árs
Framboð til skoðunarmanna reikninga:
XXX
XXX
Spurning barst úr sal um hvort að tímabil skoðunarmanna ætti að vera 1 eða 2 ár, eftir tímabils breytingarnar sem voru gerðar á lögunum 2023. Fundarstjóri svarar að aðeins er skilgreint tveggja ára kjörtímabil fyrir stjórnarmenn félagsins í lögunum, en 1 ár fyrir varamenn, slíkt er venjulega gert svo að það tapist ekki öll reynsla úr stjórn á sama aðalfundi og tengist oftast góðum stjórnháttum. Aðalfundir eru hins vegar haldnir árlega og því eru eins árs tímabil fyrir allar stöður nema annars sé getið í lögum félagsins. Fundarstjóri vísar því til stjórnar félagsins að þó sé vert að bæta því við í lögin fyrir næsta aðalfund svo að það sé skýrt.
Skoðunarmenn reikninga eru kjörnir einróma.
-
e. Ákvæði til bráðabirgða: Á aðalfundi 2024 skulu kjörnir tveir stjórnarmenn til eins árs.
Framboð til meðstjórnenda til eins árs:Astrid Daxböck
Marín Aníta Hilmarsdóttir
-
Meðstjórnendur til eins árs eru kjörnir einróma.
-
-
Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
Engar aðrar tillögur bárustu stjórn fyrir viðeigandi frest og því haldið í næsta lið.
-
Önnur mál.
Fundarstjóri gefur orðið laust fyrir önnur mál en enginn kveður sér hljóðs.
-
Fundarslit.
Formaður þakkar gestum fyrir komuna og slítur fundinum
Aðalfundur 2024
3/17/2024