Aðalfundur 2022

3/13/2022

1. Fundarsetning.

Fundurinn var settur kl. 21:00 og bauð formaður Bogfimifélagsins Bogans Oliver Ormar Ingvarsson gesti velkomna og setti fundinn.

2. Kosning fundarstjóra og fundaritara.

Gerð var tillaga um Guðmund Örn Guðjónsson til fundarstjóra og Söru Sigurðardóttur sem fundarritara. Var sú tillaga samþykkt.

3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.

Kynnti formaður fyrir gestum ársskýrlsuna og fór yfir vel heppnað ár þrátt fyrir að covid faraldurinn hafði áhrif á starfið að einhverju leiti fyrri hluta árs 2021, en náðu keppendur frá okkar félagi að keppa á mótum erlendis sem voru gleðifréttir.

4. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.

Lagðir voru fram endurskoðaðir ársreikningar og fór gjaldkeri yfir stöðuna á honum.

Ársreikningarnir voru samþykktir einróma.

5. Nefndir gefa skýrslur og umræður um þær.

Engar nefndir eru starfandi í félaginu og þess vegna var þessum lið sleppt.

6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

Fjárhagsáætlun félagsins var kynnt fyrir árið 2022. Gert er ráð fyrir að félagsstarfið haldi áfram á svipaðan hátt og árið 2021 þannig engar róttækar breytingar á fjárhagsáætlun.

7. Lagabreytingar ef fyrir liggja.

Engar lagabreytingar lágu fyrir.

8. Kosin stjórn.

a. kosinn formaður

Framboð til formans:

Oliver Ormar Ingvarsson

Oliver var kjörinn formaður Bogfimifélagsins Bogans.

b. kosinn varaformaður og meðstjórnandi

Framboð til varaformanns:

Sara Sigurðardóttir

Sara var kjörin varaformaður.

Framboð til meðstjórnanda:

Dagur Örn Fannarsson

Dagur var kjörinn meðstjórnandi.

c. kosinn gjaldkeri og ritari

Framboð til gjaldkera:

Valgerður E. Hjaltested

Valgerður var kjörin gjaldkeri.

Framboð til ritara:

Astrid Daxböck

Astrid var kjörin ritari.

d. kosnir tveir varamenn í stjórn

Framboð til varamanns:

Marín Aníta Hilmarsdóttir

Nói Barkason

Marín og Nói voru kjörnir varamenn.

9. Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.

Engar aðrar tillögur bárust stjórn.

10. Önnur mál.

Engin önnur mál voru rædd

11. Fundarslit.

Formaður félagsins þakkaði fundargestum fyrir komuna.