Mars var góður mánuður fyrir ungmenni okkar áður en þau þurftu svo að hætta að koma á æfingar vegna samkomutakmarkana. Þau náðu þó að taka þátt í mánaðarlegri ungmennadeild BFSÍ og komu þar flottar niðurstöður.
Oliver bætir sitt eigið met um 1 stig
Oliver Ormar Ingvarsson bætti sitt eigið met í U21 flokki í sveigboga með 556 stig. Er það hæðsta skorið hans í keppni í vetur en hann náði 550 stigum á Indoor World Series fjarmótinu. Nú þegar aðeins einn mánuður er eftir af Ungmennadeildinni verður spennandi að sjá hvort hann nái að hækka sig en meira.
4 ný liðamet í trissuboga!
Það er klárt mál að framtíðin í trissubogaflokki á Íslandi er björt. Í mars settu ungmennin úr Boganum ný Íslandsmet og 4 af 5 voru í trissuboga.
Í sveigboga voru þær Fanndís Ósk Halldórsdóttir og Fanney Sara Gunnarsdóttir sem settu nýtt met í félagsliðakeppni kvenna með 867 stigum. Það má bæta við að þær byrjuðu nú rétt eftir áramót þannig frábær árangur hjá þeim strax.
3 met voru slegin í blandaðri liðakeppni (mixed team) í trissuboga:
Í U21 flokki voru það Sara Sigurðardóttir og Nói Barkarson með 1129 stig.
Í U18 flokki voru það Freyja Dís Benediktsdóttir og Daníel Már Ægisson með 1116 stig.
Í U16 flokki voru það Bryndís Eva Harðardóttir og Salvador Di Marzio með 1024 stig.
Svo bættu þær Freyja Dís og Melissa Pampoulie nýtt félagsliðamet í trissuboga kvenna U18 flokki.